Stuna (1995-98)
Hljómsveitin Stuna var nokkuð sér á báti í íslenskri rokktónlist upp úr miðjum tíunda áratug síðustu aldar en hún var þá einna fyrst hljómsveita hérlendis til að blanda saman þungu rokki og tölvu- og danstónlist. Sveitin sendi frá sér eina plötu. Stuna var stofnuð sumarið 1995 af Jóni Símonarsyni söngvara og gítarleikara og Kristjáni (Stjúna)…