Stuna (1995-98)

Hljómsveitin Stuna var nokkuð sér á báti í íslenskri rokktónlist upp úr miðjum tíunda áratug síðustu aldar en hún var þá einna fyrst hljómsveita hérlendis til að blanda saman þungu rokki og tölvu- og danstónlist. Sveitin sendi frá sér eina plötu. Stuna var stofnuð sumarið 1995 af Jóni Símonarsyni söngvara og gítarleikara og Kristjáni (Stjúna)…

Stuna – Efni á plötum

Stuna – M.m.m. Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 64 CD Ár: 1996 1. M.m.m. 2. ID-4 (Aliens) 3. Stupid 4. White trash 5. Trip 6. Achtung 7. Inside 8. Poor 9. Just a boy 10. Zero 11. Big date 12. Friends? 13. Funk head 14. Going home Flytjendur: Sigurjón Baldursson – bassi og raddir Alfreð Símonarson…

Stríð og friður – Efni á plötum

Bubbi Morthens & Stríð og friður – Nýbúinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 229 Ár: 2001 1. Nýbúinn 2. Hvítir sloppar 3. Alltaf einn 4. 70 kílóa lúser 5. Svartur himinn 6. Hann er til 7. Tel Aviv 8. Á hörðum stól 9. Frelsi 10. Innst inni 11. Þú mátt kalla það ást 12. Umbúðir Flytjendur:…

Stríð og friður (2000-09)

Segja má að hljómsveitin Stríð og friður hafi verið hálfgildings leynihljómsveit, hún starfaði í um áratug, lék reyndar ekki mikið opinberlega en gaf út eina plötu undir nafninu Bubbi og Stríð & friður auk þess að leika á þremur öðrum plötum Bubba Morthens og sólóplötu Heru Hjartardóttur að auki. Bubbi Morthens hafði um nokkurra ára…

Stuðlar [2] (1976-79)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðlar starfaði á Húsavík á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og virðist hafa verið eins konar harmonikkuhljómsveit eða hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum. Upplýsingar um þessa sveit eru ekki miklar en fyrir liggur að hún starfaði að minnsta kosti á árunum 1976 til 79 (e.t.v. lengur) og að meðal…

Stuðkropparnir (1998-2000)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðkropparnir var starfrækt í kringum síðustu aldamót í Neskaupstað og lék mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð, s.s. í Egilsbúð og á Neistaflugi svo dæmi séu tekin, þá lék sveitin fyrir dansi einnig á Austfirðingakvöldum á Broadway. Sveitin var starfandi á árunum 1998 til 2000 af því er virðist og mun hafa…

Stuð puð (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem Einar Bragi Bragason (síðar saxófónleikari) lék í á unglingsárum sínum, líklega í kringum 1980 í Garðabænum. Hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma o.þ.h.

Stubbi og Stuðkarlarnir – Efni á plötum

Stubbi og Stuðkarlarnir – Ég er táningur / Með kveðju til þín [ep] Útgefandi: Sigluvík sf. Útáfunúmer: SS001 Ár: 1983 1. Ég er táningur 2. Með kveðju til þín Flytjendur: Kristbjörn Bjarnason – söngur Leó R. Ólason – hljómborð Ingi Lárus Guðmundsson – gítar Viðar Bergþór Jóhannsson – bassi Viðar Eðvarðsson – saxófónn Guðný Jónsdóttir…

Stubbi og Stuðkarlarnir (1983)

Siglfirska hljómsveitin Stubbi og Stuðkarlarnir starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1983, hún náði á stuttum starfstíma að senda frá sér tveggja laga plötu. Stubbi og Stuðkarlarnir var stofnuð snemma árs 1983 á Siglufirði og voru meðlimir sveitarinnar þeir Kristbjörn Bjarnason (Stubbi) söngvari, Leó R. Ólason hljómborðsleikari, Ingi Lárus Guðmundsson gítarleikari og Viðar Bergþór Jóhannsson…

Strengir Hallgerðar (um 2000)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kvennakór sem starfaði í kringum síðustu aldamót undir nafninu Strengir Hallgerðar. Ekkert liggur fyrir um þennan kór og eru því allar upplýsingar vel þegnar.

Spaðafjarkinn (um 1995-2003)

Söngkvartett var starfandi innan karlakórsins Söngbræðra í uppsveitum Borgarfjarðar í kringum aldamótin, undir nafninu Spaðafjarkinn. Spaðafjarkinn söng eitt lag á plötu Söngbræðra – Vorvindar, sem kom út haustið 1999 en þá var kvartettinn sagður hafa verið starfræktur um nokkurra ára skeið. Hann söng nokkuð á tónleikum kórsins um það leyti en einnig á öðrum samkomum…

Steinþór Þorgrímsson (1884-1937)

Fremur fáar heimildir er að finna um Steinþór Þorgrímsson en hann var allt í senn, kórstjórnandi, tónlistarkennari, organisti og tónskáld. Steinþór (fæddur 1884) virðist mest alla sína tíð hafa verið búsettur í Kelduhverfi í Norður Þingeyjasýslu en hann var organisti við Skinnastaða- og Garðssókn auk þess að stjórna þar kirkjukór, þá stofnaði hann og stjórnaði…

Stuðventlar (1977-78)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðventlar starfaði á árunum 1977 og 78 (mögulega lengur) og lék í nokkur skipti opinberlega, líklega mest sem upphitunarband á sveitaböllum. Meðal Stuðventla sem voru 15-16 ára gamlir, voru þeir Bragi Ólafsson, Friðrik Erlingsson og Ólafur Árni Bjarnason en þeir Bragi og Friðrik áttu síðar eftir að koma við sögu í…

Afmælisbörn 9. nóvember 2022

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar í dag: Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnframt gefið út efni í eigin nafni…