Stuðlar [2] (1976-79)

Stuðlar

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðlar starfaði á Húsavík á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og virðist hafa verið eins konar harmonikkuhljómsveit eða hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum.

Upplýsingar um þessa sveit eru ekki miklar en fyrir liggur að hún starfaði að minnsta kosti á árunum 1976 til 79 (e.t.v. lengur) og að meðal meðlima hennar voru Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og Stefán Helgason trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stuðla, m.a. um nöfn fleiri meðlima og hljóðfæraskipan.