Stuðkropparnir (1998-2000)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðkropparnir var starfrækt í kringum síðustu aldamót í Neskaupstað og lék mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð, s.s. í Egilsbúð og á Neistaflugi svo dæmi séu tekin, þá lék sveitin fyrir dansi einnig á Austfirðingakvöldum á Broadway.

Sveitin var starfandi á árunum 1998 til 2000 af því er virðist og mun hafa verið stofnuð upp úr Ozon sem hafði verið starfandi í bænum en ekki liggur þó fyrir hvort sveitirnar voru að öllu leyti skipuð sömu meðlimum, upplýsingar þess efnis má gjarnan senda Glatkistunni með fyrirfram þökk. Sigrún Huld Skúladóttir er sögð vera söngkona sveitarinnar í einni heimild en ekki finnast frekari upplýsingar um hana.