Strumparnir [1] (1979-)

Allir þekkja strumpana smávöxnu en þeir hafa glatt unga sem aldna í áratugi hvort sem er í formi myndasagna, teiknimynda, bíómynda, tónlistar eða páskaeggjum og öðru sælgæti. Hér á landi hafa komið út nokkrar plötur með söng þessara belgísk-ættuðu bláu skógarvera. Strumparnir (The Smurfs) eru runnir undan rifjum belgíska teiknarans Peyo sem skóp þá upphaflega…

Stress [3] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Selfossi undir nafninu Stress, hugsanlega fyrir 1985. Fyrir liggur að Gunnar Árnason gítarleikari og Kristjana Stefánsdóttir söngkona voru í sveitinni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og hversu lengi.

Stress [2] (1981-82)

Hljómsveitin Stress mun hafa verið einhvers konar pönksveit sem starfaði í Hafnarfirði og skartaði m.a. meðlimum sem síðar urðu þekkt nöfn í tónlistinni og víðar. Meðlimir Stress voru þeir Stefán Hjörleifsson gítarleikari, Haraldur Baldvinsson söngvari, Hallur Helgason trommuleikari og Atli Geir Grétarsson bassaleikari. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1981 og 82, og kom…

Stress [1] (1977)

Hljómsveit var starfrækt í Hveragerði árið 1977 undir nafninu Stress, sveitin var stofnuð snemma árs en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Kjartan Busk trommuleikari, Jónas Þórðarson bassaleikari og Halldór Skúlason söngvari en einnig gætu Ásgeir Karlsson gítarleikari og Stígur Dagbjartsson gítarleikari hafa verið í henni. Frekari upplýsingar…

Strúna og strumparnir (1995)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit frá Vík í Mýrdal sem starfaði sumarið 1995 undir nafninu Strúna og strumparnir, hugsanlega var um að ræða unglingahljómsveit. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma hennar og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Strumparnir [2] (1993-96)

Hljómsveitin Strumparnir starfaði í Keflavík um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, líklega á árunum 1993-96 og var um að ræða einhvers konar blásarasveit sem gæti hafa starfað innan tónlistarskólans í bænum, undir stjórn Þóris Baldurssonar. Meðlimir sveitarinnar voru líklega átta talsins og voru á aldrinum 9 til 14 ára en aðeins liggja fyrir nöfn þriggja…

Strumparnir [1] – Efni á plötum

Strumparnir – Strumparnir bjóða gleðileg jól Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SMÁ 205 Ár: 1985 1. Strumpahljóm 2. Hátíð í bæ 3. Jólasveinar birtast senn 4. Kveikjum friðarljós 5. Klukkurnar klingja 6. Ó, jólatré 7. Strumpadans 8. Litli trommuleikarinn 9. Tólf dagar jóla 10. Skrýtnir sveinar 11. Jólaundirbúningur 12. Sleðasöngur 13. Við óskum þér jólafriðar 14. Heims…

Strompsextettinn (1979)

Vorið 1979 setti nemendafélag Menntaskólans í Kópavogi (MK) leikritið Strompleik e. Halldór Laxness á svið í Kópavogsbíói í leikstjórn Sólveigar Halldórsdóttur. Í sýningunni lék djasssextett sem kallaður var Strompsextettinn og lék þar tónlist frá fimmta og sjötta áratugnum en hann var að öllum líkindum skipaður nemendum úr skólanum. Óskað er eftir upplýsingum um hverjir skipuðu…

Strippkvartettinn (1981)

Upplýsingar óskast um söngkvartett sem starfaði undir nafninu Strippkvartettinn árið 1981, hér er beðið um upplýsingar um hvar hann starfaði, hversu lengi, hverjir skipuðu hann og annað sem þykir merkilegt um hann.

Strikning (1991)

Um verslunarmannahelgina 1991 var haldin útihátíð í Húnaveri, meðal skemmtatriða þar var hljómsveitakeppni þar sem hljómsveitin Strikning var meðal keppenda. Annað liggur ekki fyrir um þessa sveit og er því óskað eftir upplýsingum um hana, meðlima- og hljóðfæraskipan auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Strögl (1985-88)

Hljómsveit sem bar nafnið Strögl starfaði á Raufarhöfn upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar, líklegast á árunum 1985 til 88 – leiðréttingar þ.a.l. má senda Glatkistunni. Meðlimir Strögls voru þeir Halldór Þórólfsson bassaleikari, Einar Sigurðsson söngvari og trommuleikari, og Kristján Guðmundson hljómborðsleikari, einnig mun Víðir Óskarsson hafa verið gítarleikari sveitarinnar um tíma.

Afmælisbörn 2. nóvember 2022

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar átta talsins: Troels Bendtsen er sjötíu og níu ára í dag. Troels var einkum þekktur fyrir framlag sitt í Savanna tríóinu og Þremur á palli en báðar sveitirnar nutu vinsælda á sjöunda áratugnum, síðarnefnda sveitin starfaði einkum í nánu samstarfi við Jónas Árnason og leikhúsið en allir þekkja…