Strögl (1985-88)

Hljómsveit sem bar nafnið Strögl starfaði á Raufarhöfn upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar, líklegast á árunum 1985 til 88 – leiðréttingar þ.a.l. má senda Glatkistunni.

Meðlimir Strögls voru þeir Halldór Þórólfsson bassaleikari, Einar Sigurðsson söngvari og trommuleikari, og Kristján Guðmundson hljómborðsleikari, einnig mun Víðir Óskarsson hafa verið gítarleikari sveitarinnar um tíma.