Stúdíó Bimbó [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1978-84)

Á Akureyri var rekið um nokkurra ára skeið hljóðver og síðar einnig útgáfufyrirtæki undir nafninu Stúdíó Bimbó, á annan tug hljómplatna kom út á vegum fyrirtækisins og fjölmargar plötur voru þar hljóðritaðar. Akureyringurinn Pálmi Guðmundsson hafði um tíma rekið ferðadiskótek undir nafninu Bimbó og frá árinu 1976 var hann einnig fastráðinn diskótekari í Sjálfstæðishúsinu á…

Stúdíó Mjöt [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1982-86)

Stúdíó Mjöt var eitt af fjölmörgum hljóðverum sem störfuðu á níunda áratug síðustu aldar en auk þess að hljóðrita tónlist var Mjöt einnig útgáfufyrirtæki um tíma. Ekki er alveg ljóst hvenær Mjöt var stofnað, heimildir segja ýmist 1981 eða 82 og einnig er eitthvað á reiki hverjir stofnuðu hljóðverið, ljóst er að Magnús Guðmundsson (Þeyr)…

Stúdentakórinn í Reykjavík (1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem söng á tónleikum í tengslum við Sólrisuhátíð á Ísafirði í mars 1990, undir nafninu Stúdentakórinn í Reykjavík. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór og svo virðist sem ekki sé um að ræða Háskólakórinn sem stundum var kallaður Stúdentakórinn. Þeir sem hafa upplýsingar um þennan kór…

Stuðbandalagið – Efni á plötum

Stuðbandalagið – Allir á landsmót [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1997 1. Allir á landsmót 2. Verðlaunastef Flytjendur: Guðjón Guðmundsson – söngur Indriði Jósafatsson – raddir Pálína Vagnsdóttir – raddir Stuðbandalagið: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Stuðbandalagið (1995-2011)

Stuðbandalagið var danshljómsveit sem var mjög virk um að minnsta kosti fimmtán ára skeið en hún lék á dansleikjum um land allt við ágætan orðstír. Stuðbandalagið var stofnað í Borgarnesi árið 1995 að öllum líkindum og gerði alltaf út þaðan, lék t.a.m. um margra ára skeið í dægurlagakeppni Borgfirðinga á Gleðifundi Ungmennafélags Reykdæla en sveitin…

Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja (1963-64)

Oddgeir Kristjánsson stjórnaði kór sem gekk undir nafninu Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja vorið 1964 og má reikna með að sá kór hafi þá starfað um veturinn á undan. Kórinn kom fram á tónleikum og naut þá aðstoðar Hrefnu Oddgeirsdóttur, dóttur Oddgeirs en hún var undirleikari kórsins. Ekkert bendir til að Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja hafi starfað lengur…

Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar (1961-62)

Óskað er eftir upplýsingum um barnakór, Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar sem starfræktur var að minnsta kosti veturinn 1961 til 62, fyrir liggur að söngkennari skólans stjórnaði þessum kór en nafn kennarans vantar. Kórinn söng á skólaslitum Barnaskólans á Ísafirði vorið 1962 en upplýsingar vantar jafnframt um hvort hann starfaði lengur en fram á vorið.

Stúlknakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1958-69)

Stúlknakór starfaði við Barnaskóla Hafnarfjarðar á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, ekki liggur þó fyrir hvort hann starfaði samfleytt eða hversu lengi en hann var að minnsta kosti starfandi árið 1958 og 1968. 1958 var kórinn undir stjórn Guðjóns Ó. Sigurjónssonar og gæti hann hafa verið eins konar forveri Barnakórs Barnaskóla Hafnarfjarðar (Friðrikskórsins) sem…

Stúdíó Hlust [hljóðver] (1979-85)

Upplýsingar um hljóðverið Stúdíó Hlust hf. sem starfrækt var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eru af skornum skammti. Fyrir liggur að Rafn Sigurbjörnsson, Gylfi Vilberg Árnason, Sigmundur Valgeirsson, Ágúst Alfonsson og Bjarni Ingvarsson stofnuðu það haustið 1979 og í fyrstu hafði það mestmegnis með prufu- eða demóupptökur að gera þar til tækjakosturinn varð…

Stúlknakór Borgarness (1998)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um kór sem starfaði í Borgarnesi undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur árið 1998, og gekk undir nafninu Stúlknakór Borgarness. Birna hafði þá um árabil stjórnað barnakórum í Borgarnesi. Annað er ekki að finna um þennan kór og er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um hann.

Stúlknakór Blönduóss (1997-98)

Upplýsingar óskast um kór sem bar nafnið Stúlknakór Blönduóss en hann var starfræktur veturinn 1997-98 og e.t.v. lengur, undir stjórn Huldu Tryggvadóttur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um starfstíma, stærð, stjórnendur og annað sem ætti heima í umfjölluninni.

Afmælisbörn 30. nóvember 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og átta ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…