Stúdíó Hlust [hljóðver] (1979-85)

Rafn Sigurbjörnsson í Stúdíó Hlust

Upplýsingar um hljóðverið Stúdíó Hlust hf. sem starfrækt var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eru af skornum skammti. Fyrir liggur að Rafn Sigurbjörnsson, Gylfi Vilberg Árnason, Sigmundur Valgeirsson, Ágúst Alfonsson og Bjarni Ingvarsson stofnuðu það haustið 1979 og í fyrstu hafði það mestmegnis með prufu- eða demóupptökur að gera þar til tækjakosturinn varð meiri og betri en þá voru einhverjar plötur hljóðritaðar þar, m.a. platan Noise með Einari Vilberg og Mammon með hljómsveitinni Bonjour.

Rafn var sá sem yfirleitt sat við takkana og þegar fram liðu stundir voru auglýsingar drýgstur partur þeirra upptaka sem fór fram í Stúdíó Hlust. Hljóðverið var fyrst til húsa að Rauðalæk 32 en flutti sig um set upp í Skipholt 9 síðsumars 1983. Ekki liggur fyrir hversu lengi það starfaði en það mun hafa verið til ársins 1985 að minnsta kosti.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stúdíó Hlust.