Stúlknakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1958-69)

Stúlknakór starfaði við Barnaskóla Hafnarfjarðar á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, ekki liggur þó fyrir hvort hann starfaði samfleytt eða hversu lengi en hann var að minnsta kosti starfandi árið 1958 og 1968.

1958 var kórinn undir stjórn Guðjóns Ó. Sigurjónssonar og gæti hann hafa verið eins konar forveri Barnakórs Barnaskóla Hafnarfjarðar (Friðrikskórsins) sem starfaði um tveggja ára skeið (1960-62). Engar upplýsingar er hins vegar að finna um stjórnanda kórsins 1968 eða á árunum þarna á milli.