Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja (1963-64)

Oddgeir Kristjánsson stjórnaði kór sem gekk undir nafninu Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja vorið 1964 og má reikna með að sá kór hafi þá starfað um veturinn á undan. Kórinn kom fram á tónleikum og naut þá aðstoðar Hrefnu Oddgeirsdóttur, dóttur Oddgeirs en hún var undirleikari kórsins.

Ekkert bendir til að Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja hafi starfað lengur en þennan vetur, kór aðeins eldri stúlkna hafði verið starfræktur í gagnfræðaskólanum litlu fyrr en engin tengsl munu hafa verið milli kóranna tveggja.