Strompsextettinn (1979)

Vorið 1979 setti nemendafélag Menntaskólans í Kópavogi (MK) leikritið Strompleik e. Halldór Laxness á svið í Kópavogsbíói í leikstjórn Sólveigar Halldórsdóttur. Í sýningunni lék djasssextett sem kallaður var Strompsextettinn og lék þar tónlist frá fimmta og sjötta áratugnum en hann var að öllum líkindum skipaður nemendum úr skólanum.

Óskað er eftir upplýsingum um hverjir skipuðu Strompsextettinn, sem og um hljóðfæraskipan hans.