Strumparnir [2] (1993-96)

Hljómsveitin Strumparnir starfaði í Keflavík um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, líklega á árunum 1993-96 og var um að ræða einhvers konar blásarasveit sem gæti hafa starfað innan tónlistarskólans í bænum, undir stjórn Þóris Baldurssonar.

Meðlimir sveitarinnar voru líklega átta talsins og voru á aldrinum 9 til 14 ára en aðeins liggja fyrir nöfn þriggja þeirra, Ævars Péturssonar, Tómasar Viktors Young og Odds Inga Þórissonar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Strumpana, nöfn þeirra sem vantar og hljóðfæraskipan.