Stress [1] (1977)

Hljómsveit var starfrækt í Hveragerði árið 1977 undir nafninu Stress, sveitin var stofnuð snemma árs en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði.

Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Kjartan Busk trommuleikari, Jónas Þórðarson bassaleikari og Halldór Skúlason söngvari en einnig gætu Ásgeir Karlsson gítarleikari og Stígur Dagbjartsson gítarleikari hafa verið í henni.

Frekari upplýsingar má senda Glatkistunni.