Síbería (1972)

Heimildir um hljómsveit sem starfaði innan gagnfræðiskólans í Hveragerði og gekk undir nafninu Síbería, eru afar fáar en sveitin mun hafa verið skammlíf og starfað vorið 1972. Nafn sveitarinnar mun hafa komið til vegna húsnæðisins þar sem hún æfði en það gekk undir nafninu Síbería. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson gítarleikari (síðar tónskáld) mun hafa verið einn…

Formalín (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Formalín og starfaði hugsanlega i Hveragerði, hvenær liggur þó ekki fyrir. Upplýsingar þ.a.l. má gjarnan senda Glatkistunni, hverjir skipuðu sveitina, hver hljóðfæraskipan hennar var, starfstími og annað sem hefur með sögu hennar að gera.

Gísli H. Brynjólfsson (1929-2017)

Harmonikkuleikarinn Gísli H. Brynjólfsson starfaði með nokkrum hljómsveitum í Vestmannaeyjum um miðja tuttugustu öldina en sendi frá sér plötu með harmonikkutónlist úr ýmsum áttum kominn á efri ár. Gísli Hjálmar Brynjólfsson fæddist á Eskifirði 1929 en fluttist fjögurra ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja og kenndi sig síðan við Eyjarnar. Hann var málarameistari að…

Maraþon (1980-81)

Hljómsveit að nafni Maraþon starfaði í Hveragerði 1980 og 81. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Jónas Þórðarson bassaleikari, Kjartan Busk trommuleikari, Ingvar Bjarnason hljómborðsleikari, Kristján Theódórsson píanó- og gítarleikari, Sæmundur Pálsson gítarleikari og Björn Eiríksson söngvari. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Birnur (1967)

Sönghópurinn Birnur úr Hveragerði starfaði árið 1967 og kom fram í nokkur skipti vorið og sumarið 1967. Birnur skipuðu fimm stúlkur og lék ein þeirra á gítar en annars er engar upplýsingar að hafa um þær. Allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Tíu árum seinna (1990)

Hljómsveitin Tíu árum seinna var húshljómsveit á Hótel Örk 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Helgason trommuleikari, Sigurður Sigurðsson söngvari, Sölvi Ragnarsson gítarleikari, Ingvar Pétursson píanóleikari og Baldvin Sigurðarson bassaleikari. Líklega var um skammlífa sveit að ræða.

Pass [4] (1992-)

Hljómsveitin Pass frá Hveragerði hefur skemmt heimafólki og nærsveitungum um árabil og meira að segja gefið út tónlist sína. Tíðar mannabreytingar hafa þó einkennt sveitina eins og oft er með langlífar hljómsveitir. Pass var stofnuð 1992 í blómabænum Hveragerði en stofnliðar sveitarinnar voru Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari og söngvari, Óttar Hrafn Óttarsson söngvari, Sölvi Ragnarsson…

Jómfrú Ragnheiður [2] (1975)

Hljómsveitin Jómfrú Ragnheiður var sett saman fyrir fjörutíu ára afmælishátíð Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss sem haldin var í janúar 1975. Sveitin lék í fáein skipti í kringum afmælið en engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða tilurð að öðru leyti.

Jazz- og blúshátíð á Blómstrandi dögum

Blús-sveit Jonna Ólafs (Pelican) ásamt Halldóri Bragasyni (Vinir Dóra) verður aðal númer Jazz- og blúshátíðar Hveragerðis þann 14. ágúst næstkomandi. Jonna og félaga þarf vart að kynna enda landsþekktir og margverðlaunaðir blúsarar þar á ferð. Beebee and the Bluebirds koma einnig fram en þar eru á ferðinni ungir og upprennandi tónlistarmenn. Vigdís Ásgeirsdóttir ásamt jazzhljómsveitinni…

Riff Reddhedd (1995-)

Riff Reddhedd frá Hveragerði er ein af þeim ábreiðuhljómsveitum sem hefur alið af sér tónlistarfólk sem síðar hafa skipað öllu þekktari sveitir en slíkar „uppeldisstöðvar“ hafa tíðum reynst góður grunnur fyrir tónlistarmenn í ballgeiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1995, jafnvel þó fyrr, en meðlimir hennar voru lengstum Árni Ólason bassaleikari (Loðbítlar, 8 villt o.fl.),…

Hvers vegna? (1983)

Hljómsveitin Hvers vegna? úr Hveragerði var starfandi 1983 og keppti það haust í Músíktilraunum Tónabæjar, komst reyndar í úrslit keppninnar. Meðal meðlima í þessari sveit voru þeir Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari (Á móti sól o.fl.) og Hermann Ólafsson (Lótus o.fl.), ekki er kunnugt um aðra.

Ljósbrá [2] (1983-86)

Hljómsveit frá Hveragerði starfaði á árunum 1983-86 og bar nafnið Ljósbrá eins og önnur hljómsveit áratug áður, sem reyndar var norðlensk. Hin hvergerðska sveit herjaði nokkuð á sveitaballamarkaðinn í Árnessýslu og skartaði mönnum eins og Hermanni Ólafssyni söngvara, Sölva Ragnarssyni gítarleikara, Ingvari Péturssyni hljómborðsleikara, Jónasi Þórðarsyni og Sigurði Helgasyni en ekki er ljóst á hvað…

Loðbítlar (1990-95)

Hljómsveitin Loðbítlar var frá Selfossi og Hveragerði, og var starfandi upp úr 1990. Meðlimir Loðbítla voru Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Óli Ólason söngvari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Karl Þór Þorvaldsson [?] og Jóhann Bachmann trommuleikari. Jón Ingi Gíslason tók við af þeim síðastnefnda snemma árs 1993. Óli, Árni og Gunnar eru allir bræður og…

Spark [1] (1994)

Hljómsveitin Spark var frá Selfossi og Hveragerði og var starfandi 1994. Það sama ár átti sveitin lag á safnplötunni Sándkurl og voru meðlimir hennar Páll Sveinsson trommuleikari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Elísabet Hólm Júlíusdóttir söngkona, Rakel Magnúsdóttir trompetleikari, Karl Þór Þorvaldsson ásláttarleikari og Óli Ólason söngvari. Ekki er þó víst…