Loðbítlar (1990-95)

engin mynd tiltækHljómsveitin Loðbítlar var frá Selfossi og Hveragerði, og var starfandi upp úr 1990.

Meðlimir Loðbítla voru Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Óli Ólason söngvari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Karl Þór Þorvaldsson [?] og Jóhann Bachmann trommuleikari. Jón Ingi Gíslason tók við af þeim síðastnefnda snemma árs 1993.

Óli, Árni og Gunnar eru allir bræður og hafa komið víða við á tónlistarferli sínum, m.a. í Skítamóral og Áttavillt.

Sveitin átti lög á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem kom út 1993 en einnig áttu þeir Grétar og Óli þar lag. Loðbítlar áttu ennfremur lag á safnplötunum Sándkurl (1994) og Sándkurl 2 (1995) en þá hafði Einar Þór Jóhannsson gítarleikari bæst í hópinn.