Túrbó (1985-94)

Hljómsveitin Túrbó frá Borgarnesi starfaði í nokkur ár með hléum og náði að koma út einni snældu á starfstíð sinni. Túrbó var iðulega kennd við Borgarnes enda var hún stofnuð þar í grunnskólanum haustið 1985. Í sveitinni voru upphaflega þeir Einar Þór Jóhannsson bassleikari, Ólafur Páll Pálsson gítarleikari og Sigurþór Kristjánsson trommuleikari. Fljótlega skiptu þeir…

Loðbítlar (1990-95)

Hljómsveitin Loðbítlar var frá Selfossi og Hveragerði, og var starfandi upp úr 1990. Meðlimir Loðbítla voru Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Óli Ólason söngvari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Karl Þór Þorvaldsson [?] og Jóhann Bachmann trommuleikari. Jón Ingi Gíslason tók við af þeim síðastnefnda snemma árs 1993. Óli, Árni og Gunnar eru allir bræður og…

Óli Óla & Grétar (1993)

Óli Óla & Grétar (Einarsson) er ekki eiginleg hljómsveit heldur tveir tónlistarmenn frá Selfossi og Hveragerði sem unnu saman um skeið. Það samstarf leiddi til lags sem kom út á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn 1993, lagið gæti þó hafa verið unnið mun fyrr. Óli er bróðir þeirra Gunnars (Skítamórall / Two tricky o.fl.) og Árna (Áttavillt o.fl.)…

Spark [1] (1994)

Hljómsveitin Spark var frá Selfossi og Hveragerði og var starfandi 1994. Það sama ár átti sveitin lag á safnplötunni Sándkurl og voru meðlimir hennar Páll Sveinsson trommuleikari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Elísabet Hólm Júlíusdóttir söngkona, Rakel Magnúsdóttir trompetleikari, Karl Þór Þorvaldsson ásláttarleikari og Óli Ólason söngvari. Ekki er þó víst…

Durkheim (1991)

Hljómsveitin Durkheim frá Akranesi var starfandi 1991 og líklega eitthvað lengur. Sveitin komst í úrslit Músíktilraunanna það árið en þá var sveitin skipuð þeim Einari Harðarsyni gítarleikara, Guðmundi Klaxton trommuleikara, Einari Viðarssyni söngvara, Grétari Einarssyni bassaleikara og Steini Arnari Jónssyni básúnuleikara.