Óli Óla & Grétar (1993)

engin mynd tiltækÓli Óla & Grétar (Einarsson) er ekki eiginleg hljómsveit heldur tveir tónlistarmenn frá Selfossi og Hveragerði sem unnu saman um skeið. Það samstarf leiddi til lags sem kom út á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn 1993, lagið gæti þó hafa verið unnið mun fyrr.

Óli er bróðir þeirra Gunnars (Skítamórall / Two tricky o.fl.) og Árna (Áttavillt o.fl.) Ólasonar frá Selfossi.

Þeir bræður aðstoðuðu einmitt við þær upptökur sem eru á Suðurlandsskjálftanum, auk þess sem Jón Ingi Gíslason kemur við sögu.

Þeir voru allir félagar í hljómsveitinni Loðbítlum en kölluðu sig Óla Óla & Grétar í þessu samhengi eins og fyrr segir. Óli syngur en Grétar spilar á orgel.