Odds (1983)

Hljómsveit á Akureyri bar nafnið Odds árið 1983. Engar upplýsingar hafa fundist um þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Ofris (1983-88)

Ofris frá Keflavík var stofnuð líklega 1983 og starfaði til hausts 1988. Í upphafi var um eins konar pönk- eða nýbylgjusveit að ræða en tónlist hennar þróaðist með tímanum og varð poppaðri með jafnvel djassívafi. Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1985 og voru meðlimir hennar þá Þröstur Jóhannesson söngvari og gítarleikari (Texas Jesús o.fl.), Magnús…

Ofurflemmi og svalarnir (1988)

Ofurflemmi og svalarnir var hljómsveit sem keppti 1998 í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Sveitin átti lag í kjölfarið á safnplötunni Rokkstokk 1998 og voru meðlimir hennar Lárus Óskar Lárusson söngvari og gítarleikari, Eiríkur Fannar Torfason trommuleikari, Páll Svansson bassaleikari, Flemming Hólm gítarleikari og Halldór Oddsson gítarleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina Ofurflemma og…

Ogopogo (1983)

Hljómsveitin Ogopogo kom úr Árbænum og starfaði 1983 en þá keppti hún í Músíktilraunum og komst þar í úrslit. Sveitin átti lag á safnplötunni SATT 2 sem út kom árið eftir. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Arnar Freyr Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Páll Viðar Tómasson hljómborðsleikari, Björgvin Pálsson trommuleikari og Þorsteinn Halldórsson bassaleikari.

OK (1983)

Hljómsveitin OK var stofnuð var upp úr Tíbrá (líklega í byrjun árs 1983 þegar Tíbrá hætti, Tíbrá byrjaði aftur síðar). Líklega var þessi sveit ekki langlíf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimir OK.

Omicron (1983-84)

Hljómsveitin Omicron starfaði 1983 og 84 og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Hún komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Örn Almarsson gítarleikari, Dagur Hilmarsson bassaleikari, Bergur Helgason trommuleikari og Stefán Gunnarsson hljómborðsleikari. Omicron kom líklega úr Hafnarfirði.

Opus 4 (1967-69)

Opus 4 var soul- og blússveit sem spilaði sjaldan en þá iðulega á hálfgerðum jam-sessionum. Sveitin var stofnuð vorið 1967 og var þá skipuð Sigurði Karlssyni trommuleikara, Sævari Árnasyni gítarleikara og bræðrunum Lárusi gítarleikara og Hirti bassaleikara Blöndal. Þeir bræður hurfu síðan á braut sumarið 1968 og Jóhann Kristinsson bassaleikari, Gunnlaugur Sveinsson söngvari og Björgvin…

Orkuveitan (2003)

Orkuveitan er hljómsveit, hún var starfandi haustið 2003. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina, hvorki um meðlimi hennar né líftíma hennar

Oxsmá (1980-85)

Hljómsveitin Oxsmá (einnig ritað Oxzmá) var upphaflega hluti fjöllistahópsins Oxtor, sem stofnaður var 1980. Þessi tónlistarhluti hópsins var í upphafi skipaður ungum listnemum, þeim Hrafnkeli (Kela) Sigurðssyni söngvara (Langi Seli og skuggarnir), Axeli Jóhannessyni gítarleikara (Langi Seli og skuggarnir) og Óskari Jónassyni saxófónleikara en fljótlega bættist Kormákur Geirharðsson trommuleikari (Q4U o.m.fl.) í hópinn. Margir voru…

Óbermi (1989)

Hljómsveitin Óbermi var starfandi 1999 á Blönduósi, tók þátt í Músíktilraunum það árið og var þá skipuð þeim Guðmundi Rey Davíðssyni söngvara og gítarleikara, Steindóri Sighvatssyni bassaleikara, Þorbirni Þór Emilssyni trommuleikara og Ólafi Tómasi Guðjónssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin komst ekki í úrslit.

Ólafur Beinteinsson (1911-2008)

Ólafur Beinteinsson (f. 1911) var kunnur söngvari og hljóðfæraleikari á fyrri hluta síðustu aldar. Hann gerði garðinn fyrst frægan með frænda sínum og uppeldisbróður, Sveinbirni Þorsteinssyni en þeir mynduðu fyrsta þjóðlagadúett Íslandssögunnar og skemmtu víða, síðar var Ólafur í Blástakkatríóinu (sem að sama skapi má kalla fyrsta þjóðlagatríóið), Kling klang kvintettnum og Tryggva Tryggvasyni og…

Ólafur Thors (1892-1964)

Ólafur Thors stjórnmálamaður var ekki tónlistarmaður en þar sem út hafa komið plötur með ræðum hans, er sjálfsagt að geta hans á þessum vettvangi. Ólafur (f. 1892) var af Thors ættinni sonur Thors Jensen, varð stúdent 1912, lauk prófi í forspjallsvísindum 1913 og gerðist einn af framkvæmdarstjórum Kveldúlfs sem var í eigu fjölskyldunnar. Hann var…

Óli Ágústsson (1936-)

Óli Ágústsson (Óli Ágústar) (f. 1936) er af mörgum talinn fyrsti íslenski rokksöngvarinn en hann var einn ungra söngvara sem kom á sjónarsviðið upp úr miðjum sjötta áratug síðustu aldar og söng rokk, ólíkt hinum söng hann eingöngu rokk og var þess vegna auglýstur undir nafninu Óli Presley enda sérhæfði hann sig í Presleylögum, hann…

Óli Óla & Grétar (1993)

Óli Óla & Grétar (Einarsson) er ekki eiginleg hljómsveit heldur tveir tónlistarmenn frá Selfossi og Hveragerði sem unnu saman um skeið. Það samstarf leiddi til lags sem kom út á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn 1993, lagið gæti þó hafa verið unnið mun fyrr. Óli er bróðir þeirra Gunnars (Skítamórall / Two tricky o.fl.) og Árna (Áttavillt o.fl.)…

Óvana (1998-2000)

Pönksveitin Óvana starfaði árið 1998 og keppti þá í Músíktilraunum, skipuð þeim Ara Klængi Jónssyni bassaleikara, Guðmundi Þór Guðmundssyni gítarleikara, Hauki Guðmundssyni trommuleikara og Núma Snæ Gunnarssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin komst í úrslit tilraunanna. Tveimur árum síðar keppti Óvana aftur í Músíktilraunum en gekk þá ekki eins vel, komst ekki áfram í lokaúrslitin. Þá…

Óþekkt andlit (1987-88)

Hljómsveitin Óþekkt andlit frá Akranesi var stofnuð í ársbyrjun 1987, keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið og komst þar í úrslit. Sveitina skipuðu þá Orri Harðarson gítarleikari, Pétur Heiðar Þórðarson söngvari og gítarleikari (Bless o.fl.), Hrannar Örn Hauksson bassaleikari og Jóhann Ágúst Sigurðarson trommuleikari. Óþekkt andlit átti efni á safnsnældunni Snarl 2, sem út kom…

Ömmukórinn [1] (1980-98)

Sönghópur eða kór starfaði um árabil í Kópavogi undir nafninu Ömmukórinn. Að öllum líkindum er hann, eins og nafnið bendir til, kór eldri kvenna og var hann a.m.k. starfandi á árunum 1980-98, hugsanlega með einhverjum hléum. Allar upplýsingar varðandi þennan kór eru vel þegnar.

Ömmukórinn [2] (2001-02)

Á Akureyri starfaði kór eldri borgara undir nafninu Ömmukórinn, á árunum 2001 og 02. Stjórnandi þessa kórs var Sigríður Schöth.