Ólafur Thors (1892-1964)

Ólafur Thors

Ólafur Thors

Ólafur Thors stjórnmálamaður var ekki tónlistarmaður en þar sem út hafa komið plötur með ræðum hans, er sjálfsagt að geta hans á þessum vettvangi.

Ólafur (f. 1892) var af Thors ættinni sonur Thors Jensen, varð stúdent 1912, lauk prófi í forspjallsvísindum 1913 og gerðist einn af framkvæmdarstjórum Kveldúlfs sem var í eigu fjölskyldunnar.

Hann var kjörinn á þing 1925 og sat þar til æviloka, fyrst fyrir íhaldsflokkinn og síðar sjálfstæðisflokkinn. Ólafur var einn mesti stjórnmálaskörungur Íslands fyrr og síðar, gegndi margs sinnis ráðherraembættum og var t.a.m. fimm sinnum forsætisráðherra. Hann var mikill ræðuskörungur og því hafa ræður hans tvívegis verið gefnar út á plötum, fyrst 1965 af Fálkanum og síðan 1992 af Skífunni og Sambandi ungra sjálfstæðismanna.

Ólafur lést á gamlársdag 1964.

Efni á plötum