Ólafur Beinteinsson (1911-2008)

Ólafur Beinteinsson og Sveinbjörn Þorsteinsson

Ólafur Beinteinsson og Sveinbjörn Þorsteinsson

Ólafur Beinteinsson (f. 1911) var kunnur söngvari og hljóðfæraleikari á fyrri hluta síðustu aldar.

Hann gerði garðinn fyrst frægan með frænda sínum og uppeldisbróður, Sveinbirni Þorsteinssyni en þeir mynduðu fyrsta þjóðlagadúett Íslandssögunnar og skemmtu víða, síðar var Ólafur í Blástakkatríóinu (sem að sama skapi má kalla fyrsta þjóðlagatríóið), Kling klang kvintettnum og Tryggva Tryggvasyni og félögum en einnig kom hann stundum fram með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar.

Hann hætti að mestu að koma fram um miðja öldina.

Ólafur var giftur Sigurveigu Hjaltested óperusöngkonu og lést hann 2008 í hárri elli.