Ofris (1983-88)

Ofris

Ofris frá Keflavík var stofnuð líklega 1983 og starfaði til hausts 1988. Í upphafi var um eins konar pönk- eða nýbylgjusveit að ræða en tónlist hennar þróaðist með tímanum og varð poppaðri með jafnvel djassívafi.

Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1985 og voru meðlimir hennar þá Þröstur Jóhannesson söngvari og gítarleikari (Texas Jesús o.fl.), Magnús Þór Einarsson bassaleikari (Blush o.fl.) og Helgi Víkingsson trommuleikari.

Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar en tók aftur þátt árið eftir, þá gekk betur og komst sveitin í úrslitin. Þá hafði fjölgað um einn, hljómborðsleikari hafði bæst í hópinn.

Sveitin starfaði áfram og gaf út plötuna Skjól í skugga, sem kom út vorið 1988. Hún var tekin upp í hljóðverinu Hljóðakletti. Þá voru auk þeirra er fyrr voru nefndir, þau Kristján Kristmannsson hljómborðsleikari og saxófónleikari, Veigar Margeirsson trompetleikari, Guðmundur Karl Brynjarsson söngvari, Kristín Gerður Guðmundsdóttir söngvari og Víglundur Laxdal básúnuleikari í sveitinni.

Fljótlega eftir útgáfu plötunnar hætti Ofris störfum.

Efni á plötum