Opus 4 (1967-70)

Opus 41

Opus 4

Opus 4 var soul- og blússveit sem spilaði sjaldan en þá iðulega á hálfgerðum jam-sessionum.

Sveitin var stofnuð vorið 1967 og var þá skipuð Sigurði Karlssyni trommuleikara, Sævari Árnasyni gítarleikara og bræðrunum Lárusi gítarleikara og Hirti bassaleikara Blöndal. Þeir bræður hurfu síðan á braut sumarið 1968 og Jóhann Kristinsson bassaleikari, Gunnlaugur Sveinsson söngvari og Björgvin Gíslason gítarleikari bættust í hópinn. Jóhann og Björgvin stöldruðu ekki lengi við og um haustið höfðu Lárus og Hjörtur aftur snúið í Opus 4. Rúnar Gunnarsson kom einnig inn í bandið rétt fyrir jólin 1969 en hætti eftir nokkrar vikur. Árið 1970 var sveitin skipuð þeim bræðrum Hirti og Lárusi, Gunnari Ingólfssyn trommuleikara (bróður Guðmundar Ingólfssonar djasspíanista) og söngkonunni Sigrúnu Sigmarsdóttur.

Sveitin hætti síðan störfum um haustið 1970 og menn sneru sér að öðrum verkefnum. Hluti Opus 4 átti eftir að endurvekja sveitina um tveimur árum síðar undir nafninu Opus.