Opus 4 (1967-69)

Opus 41

Opus 4

Opus 4 var soul- og blússveit sem spilaði sjaldan en þá iðulega á hálfgerðum jam-sessionum.

Sveitin var stofnuð vorið 1967 og var þá skipuð Sigurði Karlssyni trommuleikara, Sævari Árnasyni gítarleikara og bræðrunum Lárusi gítarleikara og Hirti bassaleikara Blöndal. Þeir bræður hurfu síðan á braut sumarið 1968 og Jóhann Kristinsson bassaleikari, Gunnlaugur Sveinsson söngvari og Björgvin Gíslason gítarleikari bættust í hópinn. Jóhann og Björgvin stöldruðu ekki lengi við og um haustið höfðu Lárus og Hjörtur aftur snúið í Opus 4. Rúnar Gunnarsson kom einnig inn í bandið rétt fyrir jólin 1969 en hætti eftir nokkrar vikur.

Sveitin hætti síðan störfum um haustið 1970 og menn sneru sér að öðrum verkefnum. Hluti Opus 4 átti eftir að endurvekja sveitina um tveimur árum síðar undir nafninu Opus.