Jón [1] (1970-71)

Hljómsveit Jón var stofnuð síðsumars 1970 af tvíburunum Lárusi og Hirti Blöndal, í sveitinni voru áðurnefndir Lárus Blöndal gítarleikari og Hjörtur Blöndal söngvari en að auki voru þeir Bogi Gunnlaugsson bassaleikari og Gunnar Gunnarsson trommuleikari í henni. Sveitin varð skammlíf, starfaði fram yfir áramótin 1970-71 en lagði þá upp laupana. Þá hafði hún eingöngu leikið…

Opus 4 (1967-69)

Opus 4 var soul- og blússveit sem spilaði sjaldan en þá iðulega á hálfgerðum jam-sessionum. Sveitin var stofnuð vorið 1967 og var þá skipuð Sigurði Karlssyni trommuleikara, Sævari Árnasyni gítarleikara og bræðrunum Lárusi gítarleikara og Hirti bassaleikara Blöndal. Þeir bræður hurfu síðan á braut sumarið 1968 og Jóhann Kristinsson bassaleikari, Gunnlaugur Sveinsson söngvari og Björgvin…