Spark [1] (1993-94)

Hljómsveitin Spark var frá Selfossi og Hveragerði og var starfandi 1993 og 94. Síðarnefnda árið átti sveitin lag á safnplötunni Sándkurl og voru meðlimir hennar Páll Sveinsson trommuleikari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Elísabet Hólm Júlíusdóttir söngkona, Rakel Magnúsdóttir trompetleikari, Karl Þór Þorvaldsson ásláttarleikari og Óli Ólason söngvari. Önnur heimild segir að sveitin hafi verið tíu manna.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Spark.