Safnplötur með eldra efni (1971-)

Þessi flokkur safnplatna hefur að geyma safnplötur sem innihalda eldra efni, þ.e. vinsæl lög frá fyrri tímum og hefur orðið æ algengari hin síðari ár. Nú er svo komið að megnið af því efni sem gefið var út fyrir 1980 er komið í hendur sama útgefanda (Senu) og því eru hæg heimatökin hjá þeim þegar…

Safnplötur með nýju vinsælu efni (1970-)

Þessi flokkur safnplatna hefur að geyma safnplötur með nýju efni, ýmist sem þegar hefur náð vinsældum en einnig ætlað til að ýta undir vinsældir, þær hafa verið gefnar út á Íslandi um árabil. Í flestum tilfellum hefur útgefendum þótt heillavænlegt að halda úti svokölluðu safnplötu-seríum þannig að dyggir og verðandi kaupendur gangi nokkurn veginn að…

Safnplötur með efni tengdu tónlistarviðburðum (1982-)

Af safnplötuflokkunum fjórum hlýtur þessi að vera lang minnstur, en undir hann falla plötur sem koma út í tengslum við tónlistarhátíðir eins og Iceland Airwaves, Músíktilraunir, Rokkstokk, Rímnaflæði, Landslagið, Ljósalagið og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, auk tónleikasafnplatna sem hafa að geyma „lifandi“ flutning, til að mynda frá tónleikum og þess háttar. Einnig mætti nefna upptökur frá kóramótum.…

Safnplötur með áður óútgefnu og jaðarefni (1976-)

Hér er um að ræða þann safnplötuflokk sem hvað erfiðast er að henda reiður á, aðal ástæðan er sú að mikið er um að jaðarefni er gefið út án vitundar hins „almenna“ hlustanda og plötum innan hópsins jafnvel einungis dreift innan þröngs hóps. Þó hafa stóru útgáfurnar einnig gefið út efni sem fellur undir flokkinn.…

Saffó (1987)

Hljómsveitin Saffó (nefnd eftir grísku skáldkonunni Saffo) kom úr Garðabænum og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1987. Ekki komst sveitin áfram í úrslitin en meðlimir hennar voru Friðrik Júlíusson trommuleikari, Sigurður Jónsson söngvari og hljómborðsleikari, Ómar K. Jóhannesson gítarleikari og Bergur Geirsson bassaleikari (Buff o.fl.)

Safnaðarfundur eftir messu (2002-07)

Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu var frá Keflavík og innihélt sveitin m.a. Gunnar Inga Guðmundsson á bassa, sem hafði einnig verið í Topaz. Hann samdi einmitt þjóðhátíðarlag Vestmannaeyinga 2003, sem Skítamórall flutti. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Gylfi Gunnar Bergmann Gylfason gítarleikari, Jón Marinó Sigurðsson söngvari og Þorvaldur Halldórsson trommuleikari. Sveitin var stofnuð 2002 og vorið 2006…

Safnplötur: Ýmsir flytjendur (1966-)

Safnplötur hafa alltaf notið mikilla vinsælda á Íslandi. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst að á þeim er að finna þverskurð tónlistar á tilteknu tímabili eða tónlistarstefnum og því mikið hagræði af því að kaupa þær. Stundum getur verið erfitt að skilgreina hvað safnplata er en oftast er hugtakið notað yfir plötur sem hafa að…

Salí (um 1965)

Hljómsveitin Salí var starfrækt um miðjan sjöunda áratuginn en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um tilurð hennar, hvorki meðlimi né annað.

Sameiningartákn þjóðarinnar (1996)

Sameiningartákn þjóðarinnar var hljómsveit sem var starfandi 1996. Það sama ár kom út lag með sveitinni á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, og voru meðlimir sveitarinnar þá Ívar Páll Jónsson söngvari, Grétar Már Ólafsson bassaleikari og Hólmsteinn Ingi Halldórsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um Sameiningartákn þjóðarinnar.

Samfella Nönnu (1996)

Hljómsveitin Samfella Nönnu var starfrækt í Vestmannaeyjum 1996. Helgi Tórshamar var einn meðlima sveitarinnar en ekki liggur fyrir hverjir fleiri skipuðu sveitina eða hversu lengi hún starfaði.

Samkór Kópavogs (1966-)

Samkór Kópavogs var stofnaður haustið 1966 og var Jan Morávek fyrsti stjórnandi hans (og stofnandi) við stjórnvölinn til ársins 1970 þegar hann lést. Guðni Pálsson undirleikari tók við um tíma en Páll Kr. Pálsson varð síðan næsti stjórnandi og þá Garðar Cortes en kórstarfið lá niðri frá 1974 – 77. Þá tók Kristín Jóhannesdóttir við stjórninni,…

Samkór Selfoss (1973-2007)

Samkór Selfoss var stofnaður haustið 1973 upp úr Kvennakór Selfoss. Fyrstur stjórnenda var Jónas Ingimundarson en Jóhanna Guðmundsdóttir tók síðar við stjórninni af honum, þá Hallgrímur Helgason og síðan Björgvin Þ. Valdimarsson árið 1977. Undir hans stjórn gaf kórinn út plötuna Þú bærinn minn ungi. Björgvin stjórnaði kórnum til ársins 1986 þegar Jón Kristinn Cortez…

Samkór Suðurfjarða (1995 -)

Samkór Suðurfjarða er blandaður kór fólks frá Austurlandi og var hann stofnaður 1995, upphaflega samanstóð hópurinn af fólki frá Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði sem hafði sungið saman undir stjórn Ferenc Utassy en síðar bættist við söngfólk frá Djúpavogi. Peter Maté tók síðan við stjórn hópsins um tíma en Norðmaðurinn Torvald Gjerde varð síðan næsti stjórnandi…

Samkór Tálknafjarðar (1973-93)

Litlar heimildir er að finna um Samkór Tálknafjarðar sem var starfræktur á árunum 1973 til 1978 að minnsta kosti, og síðan frá 1990 til 1993. Hugsanlegt er að starfsemi kórsins hafi verið samfelld til 1993 og jafnvel lengur en heimildir þess eðlis finnast ekki. Ekki liggur fyrir hver fyrst stjórnandi kórsins var frá stofnun hans…

Sauna (1999)

Hljómsveitin Sauna starfaði 1999 og keppti í Músíktilraunum það árið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Þórhallur Ólafsson trommuleikari, Hafsteinn Ísaksson söngvari og gítarleikari, Örn Bárður Árnason gítarleikari og Davíð Smári Harðarson (síðar Idolsöngvari) söngvari og bassaleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.

Saur (1998)

Hljómsveitin Saur var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Meðlimir Saurs voru Haraldur Anton Skúlason söngvari, Kristján Páll Leifsson gítarleikari, Árni Ehman bassaleikari og Darri Örn Hilmarsson trommuleikari. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1998. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Sárabót (1975)

Tríóið Sárabót frá Sauðárkróki starfaði 1975, engar upplýsingar er að finna um þetta tríó og eru því allar upplýsingar þar að lútandi vel þegnar.

Sedró-5 (1985)

Söngflokkurinn Sedró-5 samanstóð af fimm ungmennum sem mynduðu nafn flokksins úr upphafsstöfum sínum. Þetta voru þau Sigurbjörg [?], Elfa [?], Dagbjörg [?], Ragnar [?] og Ómar [?], og sungu þau djassskotna slagara í ætt við Manhattan Transfer og Sergio Mendes, eins og sagði í fréttatilkynningu. Hópurinn söng víða um höfuðborgarsvæðið frá áramótum og að minnsta…

Selana (1976)

Hljómsveitin Selana var fremur skammlíf hljómsveit frá Selfossi sem spilaði á böllum 1976. Hún var stofnuð líklega um áramótin 1975-76 og lifði eitthvað fram á haustið þegar til hún lognaðist út af. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Ásgeirsson bassaleikari, Bragi Sverrisson trommuleikari, Bergsteinn Einarsson gítarleikari og Ómar Þ. Halldórsson söngvari og píanó- og orgelleikari, sveitin hafði…

Session (1998)

Session er hljómsveit starfandi 1998. Líklega spilaði hún írska tónlist en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hljómsveitina.

Sex púkar (1986)

Sex púkar var hljómsveit sem starfaði 1986, hún var stofnuð snemma árs og keppti um vorið í Músíktilraunum en starfaði líklega ekki lengur en fram á haustið. Sveitina skipuðu þeir Ívar Árnason gítarleikari, Steingrímur Erlingsson bassaleikari (Foringjarnir), Björgvin Pálsson trommuleikari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari og Björn Baldvinsson söngvari.

Sex sex (1985)

Ekki er miklar upplýsingar að finna um hljómsveitin Sex sex frá Bíldudal en hún lék á nokkrum dansleikjum sumarið 1985. Sveitina skipuðu Jón Rafn Bjarnason söngvari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari, Gísli Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Víkingur Gunnarsson trommuleikari. Sveitin var að líkindum skammlíf en allar upplýsingar um hana eru vel þegnar.

Sexmenn [2] (1989-94)

Sexmenn var hljómsveit úr Reykjavík, starfandi á árunum 1989-94. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið, sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum (1991) en þar var hún skipuð þeim Þóri Úlfarssyni hljómborðsleikara, Einari Guðmundssyni gítarleikara og Halldóri V. Hafsteinssyni söngvara. Sveitin átti annað lag á safnplötunni Lagasafnið 2 (1992). Sexmenn virðast hafa starfað með hléum…

Sextett Sidda (1970)

Sextett Sidda var hljómsveit starfandi í Reykjadal í Suður-Þingeyjasýslu sumarið 1970. Sveitin var stofnuð þá um vorið og hafði bækistöðvar og æfingaaðstöðu í félagsheimilinu á Breiðumýri en meðlimir hennar voru þeir Hólmgeir Hákonarson söngvari og bassaleikari (Hljómsveit Jóns Illugasonar o.fl.), Sigurður Friðriksson hljómborðsleikari og söngvari (Hljómsveit Illuga, Fimm o.fl.), Illugi Þórarinsson harmonikku- og hljómborðsleikari (Hljómsveit…

Shady (2007)

Hljómsveitin Shady var starfrækt í kringum gerð kvikmyndarinnar Veðramót í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur árið 2007. Ragnhildur Gísladóttir, sem annaðist tónlistina í myndinni, stofnaði þessa sveit en auk hennar voru í henni Björgvin Gíslason gítarleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Davíð Þór Jónsson orgelleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. Auk þess sungu Bryndís Jakobsdóttir (dóttir Ragnhildar) og Hilmir Snær…

Sharem (1982)

Hljómsveitin Sharem var starfandi 1982, tók þátt þá um haustið í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar en var líklega vísað úr keppni, fyrst allra í keppninni. Ástæðuna sagði Morgunblaðið vera misþyrmingu á tónlist. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar.

Sheriff (1975-76)

Sheriff var skammlíf sveit, starfandi veturinn 1975-76. Meðlimir Sheriff voru bræðurnir og reynsluboltarnir Ari og Jón Pétur Jónssynir sem léku á trommur og bassa, og gítarleikararnir Kristján Bárður Blöndal og Clyde Autrey. Sveitin sem var stofnuð um haustið 1975 lék í byrjun eins konar rokk á sínum forsendum og leyfði frumsömdu efni að slæðast með,…

Siggi hennar Önnu (1992)

Reykvíska hljómsveitin Siggi hennar Önnu var starfandi 1990 og tók það árið þátt í Músíktilraunum. Sveitin var þar skipuð þeim Siggeiri Kolbeinssyni bassaleikara, Garðari Hinrikssyni söngvara, Bjarka Rafn Guðmundssyni trommuleikara, Þór Sigurðssyni hljómborðsleikara og Baldvini [?] gítarleikara. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna.

Siggi Johnny (1940-2016)

Sigurður (Siggi) Johnny Þórðarson, dansk-íslenskur söngvari telst vera einn fyrsti rokksöngvari Íslands, engar plötur komu þó út með söng hans fyrr en 1984 og má rekja það til sterks dansks framburðar hans á yngri árum. Blómatími Sigurðar Johnny var klárlega síðari hluti sjötta áratugar tuttugustu aldarinnar og fyrri hluti þess sjöunda en það var um…

Siggi og SIM (2000)

Hljómsveit Siggi og SIM var starfandi árið 2000, SIM stendur fyrir Skóbúð Imeldu Marcos. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Örn Jónsson söngvari, gítar- og hljómborðsleikari, Bergþór Smári gítarleikari, Ingi S. Skúlason bassaleikari og Friðrik Júlíusson trommuleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitinar.

Silfurrefur (1998)

Hljómsveitin Silfurrefur átti sér líklega ekki langa sögu, sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1998 og var þá skipuð þremenningunum Ágústi Einari Einarssyni söngvara og gítarleikara, Einari Óla Kristóferssyni bassaleikara og Helga Davíð Ingasyni trommuleikara. Silfurrefur komst ekki áfram í úrslit og ekkert spurðist til þeirra að tilraununum loknum.

Simphix (1985)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Simphix, sem starfaði 1985. Allar upplýsingar eru þ.a.l. vel þegnar.

Singultus (1982-85)

Hljómsveitin Singultus (oft ranglega nefnd Signaltus á sínum tíma) var stofnuð í Garðabæ 1982 af þeim Valdimar Óskarssyni bassaleikara, Matthíasi M. D. Hemstock trommuleikara og Hilmari Jenssyni gítarleikara. Þannig skipuð keppti sveitin í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en komst þar ekki í úrslit. Þá þegar voru meðlimir farnir að gera djasstilraunir þótt ungir væru að…

Sinn Fein [2] (1999)

Hljómsveitin Sinn Fein (Sinnfein) var starfandi 1999 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar það vorið. Meðlimir sveitarinnar voru Birgir Hilmarsson gítarleikari, söngvari og forritari (Ampop o.fl.), Nói Steinn Einarsson trommuleikari (Ampop, Leaves o.fl.) og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari en þeir höfðu áður skipað hljómsveitina Panorama sem strangt til tekið er sama sveit. Sveitin komst í úrslit…

Símon í Hól (1888-1934)

Símon í Hól (Símon Johnsen Þórðarson) var einn þekktasti söngvari landsins í eina tíð, hans hefur síðar verið minnst fyrir að vera faðir Guðrúnar Á. Símonar og fyrir að vera fyrstur söngvara til að syngja í íslenskt útvarp. Símon (f. 1888) fór til Danmerkur að loknu menntaskólanámi hér heima en lauk ekki háskólanámi ytra, hins…

SÍSL [félagsskapur] (1983 -)

SÍSL er skammstöfun fyrir Samtök íslenskra skólalúðrasveita, þau samtök hafa verið starfrækt um árabil og er eins konar rammi utan um slíkar lúðrasveitir, hafa m.a. það hlutverk að halda utan um landsmót lúðrasveita og annast útgáfu á nótum fyrir slíkar sveitir. 1997 voru um fjörtíu starfandi skólalúðrasveitir í landinu og innan samtakanna. Mót fyrir barna-…

Sjafnaryndi (1980)

Akureyska hljómsveitin Sjafnaryndi hitaði upp fyrir aðra norðlenska sveit, Hver, á böllum þeirra síðarnefndu sumarið 1980. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit.

Sjúðann (1992)

Hljómsveitin Sjúðann kom úr Reykjavík og tók þátt í Músíktilraunum 1992. Hún var þá skipuð þeim Jóhanni G. Númasyni söngvara, Bjarka Rafni Guðmundssyni bassaleikara, Finni Jens Númasyni trommuleikara og Halldóri Viðari Jakobssyni gítarleikara. Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar. Hún spilaði þó eitthvað fram eftir vori en síðan hefur ekkert til hennar spurst. Hluti sveitarinnar…

Sjötta plágan (1970)

Austfirska prog-sveitin Sjötta plágan (6. plágan) var skammlíf sveit sem lagði grunninn að einni frægustu sveit landsfjórðungsins, Amon Ra. Sjötta plágan var stofnuð vorið 1970 og lék fram að áramótum en þá var Amon Ra stofnuð úr rústum hennar, meðlimir Plágunnar voru Pjetur Sævar Hallgrímsson trommuleikari, Vilhjálmur Árnason (síðar heimspekingur) söngvari, Hjálmar Bjarnason bassaleikari, Ágúst…

Skagakvartettinn (1967-94)

Skagakvartettnum skaut upp á stjörnuhimininn 1976 þegar þeir félagar gáfu út gríðarlega vinsæla hljómplötu, sem enn í dag eru spiluð lög af í útvarpi. Kvartettinn var stofnaður á Akranesi af fjórum félögum í Oddfellow-klúbbnum þar í bæ árið 1967, í því skyni að skemmta á skemmtum sem klúbburinn hélt. Þetta voru þeir Helgi Júlíusson, Hörður…

Skarr [1] (1982)

Skarr var hljómsveit sem starfaði á Akureyri 1982 en mun ekki hafa spilað opinberlega, ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina aðrir en Ingjaldur Arnþórsson, Hreinn Laufdal og Sigfús Arnþórsson. Hvergi kemur fram hvernig skipan hljóðfæra var í Skarr.

Skarr [2] [félagsskapur] (1984-85)

Skarr var áhugafélagsskapur fólks um rokktónlist, rokkklúbbur sem stóð fyrir alls konar uppákomum s.s. ferðum á rokktónlistarhátíðina í Donington, tónleikum og annarri starfsemi. Klúbburinn var stofnaður snemma árs 1984, starfaði þá eitthvað fram á haustið þegar hann lognaðist útaf en var endurvakinn fljótlega eftir áramótin 1984-85. Þá var klúbbnum haldið eitthvað áfram fram á sumar en…

Skóhljóð (1970-73 / 1990-99)

Unglingahljómsveitin Skóhljóð starfaði í Hagaskóla um og upp úr 1970. Sveitin sigraði í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1972 og voru meðlimir hennar þá Eiríkur Thorsteinsson bassaleikari, Jónas Björnsson trommuleikari (Fresh, Cabaret o.fl.), Ásgrímur Guðmundsson gítarleikari og Ragnar Björnsson söngvari. Þeir Skóhljóðsliðar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina í Húsafelli og sumarið eftir (1973)…

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts (1968-)

Skólahljómsveit Árbæjar er með öflugri skólahljómsveitum landsins en hún hefur starfað samfleytt síðan 1968. Það var um haustið 1968 sem sveitin var stofnuð að frumkvæði Framfarafélags Árbæjar og Seláshverfa en sveitin var þá eingöngu starfandi í nýja hverfinu Árbæ, og hét þar að leiðandi í fyrstu Skólahljómsveit Árbæjar. Það var ekki fyrr en þremur árum…

Skóp (1986-87)

Hljómsveitin Skóp frá Sandgerði var stofnuð síðla árs 1986 og keppti vorið eftir í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin hafði þar ekki erindi sem erfiði enda komst hún ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Þórður Pálmi Jónsson trommuleikari, Ólafur Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari, Kristinn H. Einarsson hljómborðsleikari og Heiðmundur B. Clausen bassaleikari. Ári síðar tók…

Skrásett vörumerki (1991)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Skrásett vörumerki, sem starfaði að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu 1991. Allar upplýsingar eru þ.a.l. vel þegnar.

Skrokkabandið (1987-95)

Akureyrarsveitin Skrokkabandið lét lítið yfir sér, spilaði mest á heimaslóðum norðan heiða en hefur í raun aldrei hætt. Sveitarinnar er fyrst getið í fjölmiðlum 1992 en hún hafði þá líklega verið starfandi síðan 1987, 1992 var Skrokkabandið dúett þeirra Kristjáns Péturs Sigurðssonar söngvara og Haraldar Davíðssonar gítarleikara en þeir höfðu verið áberandi í ýmsum sveitum…

Skrugga (1982-84)

Hljómsveitin Skrugga var frá Egilsstöðum og starfaði í um tvö og hálft ár, frá því um haustið 1982 til vorsins 1984. Meðlimir sveitarinnar voru Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Ragnar Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Bragason hljómborðsleikari. Eyþór hætti í Skruggu vorið 1983.

Skrýtnir (1993)

Hljómsveitin Skrýtnir var ættuð frá Selfossi, skipuð meðlimum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands. Skrýtnir voru starfandi 1993 en þá var sveitin skipuð þeim Ólafi Unnarssyni gítarleikara, Auðunni Örvari Pálssyni trommuleikara, Val Arnarssyni söngvara og Kristni Jóni Arnarsyni bassaleikara. Hljómsveitin átti lög á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem kom út 1993, auk þess kepptu Skrýtnir í Músíktilraunum sama ár en…

Skræpótti fuglinn (1986-87)

Hljómsveitin Skræpótti fuglinn var stofnuð í Samvinnuskólanum á Bifröst haustið 1986 og lék m.a. undir í söngkeppni skólans, Bifróvision, vorið 1987. Sveitin var ennfremur skráð til leiks í Músíktilraunum en mætti ekki á svæðið. Líklega starfaði hún aðeins þetta eina skólaár. Meðlimir Skræpótta fuglsins voru þeir Jón Arnar Freysson hljómborðsleikari (Baraflokkurinn), Heiðar I. Svansson gítarleikari,…