Sjötta plágan (1970)

engin mynd tiltækAustfirska prog-sveitin Sjötta plágan (6. plágan) var skammlíf sveit sem lagði grunninn að einni frægustu sveit landsfjórðungsins, Amon Ra.

Sjötta plágan var stofnuð vorið 1970 og lék fram að áramótum en þá var Amon Ra stofnuð úr rústum hennar, meðlimir Plágunnar voru Pjetur Sævar Hallgrímsson trommuleikari, Vilhjálmur Árnason (síðar heimspekingur) söngvari, Hjálmar Bjarnason bassaleikari, Ágúst Ármann Þorláksson hljómborðsleikari og Örn Óskarsson gítarleikari. Sveitin telst klárlega vera fyrsta austfirska progessive rokksveitin.