Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts (1968-)

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skólahljómsveit Árbæjar er með öflugri skólahljómsveitum landsins en hún hefur starfað samfleytt síðan 1968.

Það var um haustið 1968 sem sveitin var stofnuð að frumkvæði Framfarafélags Árbæjar og Seláshverfa en sveitin var þá eingöngu starfandi í nýja hverfinu Árbæ, og hét þar að leiðandi í fyrstu Skólahljómsveit Árbæjar.

Það var ekki fyrr en þremur árum síðar sem Breiðholtið kom inn, og hlaut sveitin þá endanlegt og núverandi nafn sitt. Síðar voru aðalhöfuðstöðvar sveitarinnar fluttar í Breiðholtsskóla þar sem sameiginlega æfingar hafa átt sér stað. Meðlimir sveitarinnar hafa stundum verið allt á sjötta tuginn.

Fyrstur stjórnenda sveitarinnar var Ólafur L. Kristjánsson en hann átti eftir að stýra henni allt til 1995, þá hafði sveitin meðal annars farið í ferðalag til Noregs. Haustið 1995 tók fyrrum meðlimur sveitarinnar, Lilja Valdimarsdóttir hornleikari við starfi stjórnanda en hún hafði verið fyrsta stúlkan í sveitinni, þá hafði hreinlega ekki tíðkast að stúlkur léku á málmblásturshljóðfæri eins og hún gerði, og reyndar gekk sveitin upphaflega undir nafninu Lúðrasveit drengja, eins og margar sambærilegar sveitir um svipað leyti.

Lilja gegndi starfinu ein til 2002 en þá sinntu þau stjórninni saman, hún og Knútur Birgisson til 2005, þegar Edward Frederiksen tók við. Hann stýrði hljómsveitinni til ársins 2013. Snorri Heimisson tók við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts haustið 2013.