Big band FÍH [2] (1984-)

Ekkert big band hafði verið starfandi innan FÍH frá árinu 1975 þegar sveit tók til starfa undir því nafni 1984. Það var í reynd sama sveit og hafði verið starfrækt undir nafninu Big band ´81 og Big band Björns R. Einarssonar en nafni hennar var breytt 1984. Starfsemin til þessa dags hefur ekki verið alveg…

Beatniks [1] (1961-63)

Hljómsveitin Beatniks frá Keflavík var starfrækt 1961-63 og hafði á að skipa ekki ómerkari mönnum en Þorsteini Eggertssyni söngvara (og síðar einum afkastamesta textahöfundi landsins) og Eggert Kristinssyni trommuleikara (Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Hljómar o.fl.). Guðrún Frederiksen söng einnig með sveitinni en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Edward Frederiksen píanóleikari, Björn Jónsson Haukdal gítarleikari og Eiríkur Sigtryggsson…

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts (1968-)

Skólahljómsveit Árbæjar er með öflugri skólahljómsveitum landsins en hún hefur starfað samfleytt síðan 1968. Það var um haustið 1968 sem sveitin var stofnuð að frumkvæði Framfarafélags Árbæjar og Seláshverfa en sveitin var þá eingöngu starfandi í nýja hverfinu Árbæ, og hét þar að leiðandi í fyrstu Skólahljómsveit Árbæjar. Það var ekki fyrr en þremur árum…