Beatniks [1] (1961-63)

Beatniks frá Keflavík

Beatniks frá Keflavík

Hljómsveitin Beatniks frá Keflavík var starfrækt 1961-63 og hafði á að skipa ekki ómerkari mönnum en Þorsteini Eggertssyni söngvara (og síðar einum afkastamesta textahöfundi landsins) og Eggert Kristinssyni trommuleikara (Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Hljómar o.fl.). Guðrún Frederiksen söng einnig með sveitinni en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Edward Frederiksen píanóleikari, Björn Jónsson Haukdal gítarleikari og Eiríkur Sigtryggsson bassaleikari.

Beatniks vann sér það m.a. til frægðar að koma tvívegis fram í Kanasjónvarpinu.