Be not (2000-08)

engin mynd tiltækHafnfirska hljómsveitin Be not var starfandi 2000, keppti það ár í Músíktilraunum en komst ekki í úrslitin. Friðbjörn Oddsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Geirsson gítarleikari, Jóhann Hjaltason bassaleikari og Ingólfur Arnarson trommuleikari skipuðu sveitina.

Sveitin starfaði lengi eftir þetta og var Logi Geirsson (síðar handknattleiksmaður) bróðir Brynjars, eitthvað viðloðandi sveitina, spilaði líklega á gítar í henni, en Be not var enn til í einhverri mynd árið 2008, hvernig svo sem skipan hennar var þá.