Kátir félagar [3] (1956-59)

Kátir félagar

Hljómsveitin Kátir félagar starfaði í Reykjavík á sjötta áratugnum og lék einkum gömlu dansana.

Framan af voru í sveitinni Gunnar Páll Ingólfsson gítarleikari, Ásgeir Egilsson saxófónleikari, Pálmi Snorrason harmonikkuleikari og Guðmundur Steinsson trommuleikari. Þórður Kristjánsson söng með Kátum félögum 1956 en Sigvaldi Þorgilsson trommuleikari hafði verið í sveitinni í upphafi.

Árið 1957 var Kristmann Magnússon trommuleikari kominn í sveitina, Magnús Karelsson klarinettuleikari og Níels Sveinsson harmonikkuleikari einnig en Gunnar Páll var þá einn eftir af upprunalega hópnum. Guðmundur Steinsson trommari virðist hafa komið inn aftur 1958 og þá var Grétar Geirsson harmonikkuleikari einnig í Kátum félögum en söngkona sveitarinnar var þá Jenný [?]

Kátir félagar gengu ýmist einnig undir nafninu KF-kvartettinn eða K.F. quartet.