Kátir félagar [5] (1963-75)

Kátir félagar [5]2

Kátir félagar

Kátir félagar úr Reykjavík var danstríó sem sérhæfði sig einkum í gömlu dönsunum en sveitin starfaði á árunum 1963-75.

Félagarnir kátu voru Gunnar S. Gunnarsson gítarleikari, Guðmundur Óli Ólason harmonikkuleikari og Jóhannes B. Sveinbjörnsson trommuleikari, þremenningarnir sungu allir. 1969 hætti Gunnar í sveitinni en Hjörtur Guðbjartsson tók við af honum og lék með þeim þar til Kátir félagar hættu störfum vorið 1975.

Sem fyrr segir lék tríóið aðallega gömlu dansana og var vettvangur þeirra til að mynda héraðsmótin meðan þau voru og hétu.