Kikk (1982-86)

Kikk var merkileg hljómsveit í þeim skilningi að í henni komu Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og Guðmundur Jónsson gítarleikari og lagasmiður sér fyrst sæmilega á poppkortið en þau áttu bæði eftir að verða meðal þeirra fremstu í íslensku tónlistarlífi. Sveitarinnar verður þó helst minnst fyrir sex laga plötu og tíð mannaskipti. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1982…

Kikk – Efni á plötum

Kikk – Kikk Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 079 Ár: 1984 1. Try for your best friend 2. Is this the future 3. Looking for someone 4. It’s a War 5. Victims 6. Pictures Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur Sveinn Kjartansson – bassi Nikulás Róbertsson – hljómborð Guðmundur Jónsson – gítar Jón Björgvinsson – trommur

Kims (1968-69)

Hljómsveitin Kims starfaði í Garðahreppi á tímum bítla og hippa. Sveitin tók m.a. þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli 1968. Ekki liggur fyrir hvernig henni reiddi af þar en veturinn eftur, 1968-69, lék hún í nokkur skipti í Búðinni (Breiðfirðingabúð). Meðlimir Kims voru Ægir Ómar Hraundal söngvari og gítarleikari, Þorsteinn Hraundal…

Kinkí (1993-94)

Hljómsveitin Kinkí lék á tónleikastöðum höfuðborgarinnar veturinn 1993-94 og gæti hafa verið blústengd. Rúnar Örn Friðriksson söngvari, Einar Þorvaldsson gítarleikari, Þórarinn Freysson bassaleikari og Guðmundur Gunnlaugsson trommuleikari voru meðlimir þessarar sveitar.

Kinks (1965-67)

Hljómsveitarnafnið Kinks er kunnuglegt nafn úr breskri tónlistarsögu en hérlendis starfaði sveit með þessu nafni, líklega á árunum 1965-67, eða um það leyti sem sól þeirra bresku reis hvað hæst. Hin íslenska Kinks var starfrækt í Alþýðuskólanum á Eiðum og gæti hreinlega verið fyrsta svokallað bítlasveitin sem starfaði á Austurlandi. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Marinónsson…