Karnival (1991-95)

Hljómsveitin Karnival starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar. Sveitin spilaði einkum á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, á árshátíðum og þess konar skemmtunum. Meðlimir Karnivals voru í upphafi Eyjólfur Gunnlaugsson bassaleikari, Jökull Úlfsson trommuleikari, Jens Einarsson söngvari og gítarleikari, Guðný Snorradóttir söngkona og Skarphéðinn Hjartarson hljómborðsleikari og söngvari. Sigurður Dagbjartsson gítarleikari kom inn í stað Jens…

Karmelsystur í Hafnarfirði (1939-)

Það kann að hljóma undarlega að Karmelsystur, nunnur úr Karmelklaustrinu í Hafnarfirði skulu vera meðal tónlistarflytjenda á Íslandi en að minnsta kosti ein útgáfa liggur þó eftir þær. Upphaf sögu Karmelsystra í Hafnarfirði má rekja til ársins 1939 en þá hófst undirbúningur fyrir byggingu klausturs þeirra í Hafnarfirði, og komu þrjár systur hingað til lands…

Karmelsystur í Hafnarfirði – Efni á plötum

Karmelsystur – Söngvar Karmelsystra: bænir fyrir Ísland, Pólland og heiminn Útgefandi: Japis / Böðvar Guðmundsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1994 1. Bogurodzica; lag frá 13. Öld; fyrsti þjóðsöngur Pólverja / Apel Jasnógórski 2. Almáttugur Guð, allra stétta 3. Ave Maria 4. Akatyst ku czci Bogdurodzicy 5. Czyz to nie Maria 6. Od jutrzenki ty jeste’s…

Kartöflumýsnar (1991-99)

Hljómsveitin Kartöflumýsnar var gæluverkefni nokkurra stúdenta við læknadeild Háskóla Íslands á tíunda áratug síðustu aldar. Reyndar er allt eins hægt að kalla Kartöflumýsnar fjöllistahóp frekar en hljómsveit en sveitin var duglega að búa til myndbönd, og vakti reyndar einna mest athygli fyrir eitt slík sem sveitin strippaði í. Meðlimir Kartöflumýsna voru ekki tónlistarmenn í þrengsta…

Kartöflumýsnar – Efni á plötum

Kartöflumýsnar – Kartöflumýsnar í lummubakstri Útgefandi: Kartöflumýsnar Útgáfunúmer: Kartöflumýsnar 001 Ár: 1995 1. Síðasta lagið 2. Einkunnadvergarnir 3. Nornin Nunn 4. Hlustaðu á mig 5. Táraflóð 6. Ringtasu 7. Apalagið 8. Mislitt fé 9. Kóngur í túni 10. Ber undir berum himni 11. Þolum ekki morgna 12. Músaspil Flytjendur: Björn Hjálmarsson – söngur og raddir…

Kasion (1977-78)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Kasion sem lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins um eins árs skeið  (1977-78), einkum á Klúbbnum. Meðlimir Kasion eru því með öllu óþekktir Svo virðist sem sveitin hafi komið saman og leikið á einu þorrablóti 1986.

Kaskó [1] (1965-67)

Hljómsveitin Kaskó frá Fáskrúðsfirði var skipuð fremur ungum meðlimum en sveitin var starfrækt á árunum 1965-67, og hugsanlega lengur. Meðlimir sveitarinnar voru Hafþór Eide söngvari, Ómar Bjartþórsson gítarleikari, Stefán Garðarsson bassaleikari, Agnar Eide gítarleikari [?] og Þórarinn Óðinsson trymbill. 1967 höfðu orðið einhverjar mannabreytingar í Kaskó, Hafþór hafði þá tekið við bassanum auk þess að…

Kaskó [2] (1986-91)

Dansstaðadúettinn Kaskó var kunnur á sínum tíma en Kaskó starfaði mestmegnis á Skálafelli á Hótel Esju, oft fjögur kvöld vikunnar að minnsta kosti. Dúóið kom fyrst fram 1986 og voru meðlimir þess Guðlaugur Sigurðsson hljómborðsleikari úr Vestmannaeyjum sem leikið hafði m.a. með Logum og Sín, og Helgi Sigurjónsson gítarleikari og söngvari. Þeir félagar komu oft…

Kashmir (1976)

Kashmir var skammlíf hljómsveit sem starfaði 1976. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu Kashmir utan þess að Sigurður Ásmundsson var annar af tveimur gítarleikurum sveitarinnar. Allar upplýsingar um sveitina eru vel þegnar.

Katla María (1969-)

Katla María (Gróa) Hausmann er ein af stærstu barnastjörnum íslenskrar tónlistarsögu, fjórar plötur komu út með henni á sínum tíma og fáeinum árum síðar birtist hún með eftirminnilegt kombakk en þar við sat. Katla María vinnur þó eitthvað enn við tónlist. Það var í Stundinni okkar fyrir jólin 1978 sem Katla María birtist fyrst en…

Katla María – Efni á plötum

Katla María – Katla María syngur spænsk barnalög Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 127 / 786 Ár: 1979 1. Prúðuleikararnir 2. Farfuglar 3. Einn tveir þrír 4. Áramót 5. Helgarfrí 6. Við syngjum og tröllum 7. El patio de mi casa 8. Það er alveg satt 9. Draumurinn 10. Álfabyggð Flytjendur: Katla María Hausmann –…

Katrín Viðar (1895-1989)

Katrín Viðar var heilmikill tónlistarfrumkvöðull á fyrri hluta síðustu aldar, annaðist píanókennslu og rak hljóðfæraverslun svo dæmi séu tekin. Katrín (fædd Katrín Einarsdóttir Norðmann) fæddist 1895 í Reykjavík en mjög fljótlega fluttist fjölskylda hennar norður til Akureyrar þar sem hún bjó til 1908 þegar faðir hennar lést en þá fluttist hún aftur suður til Reykjavíkur.…

Kavíar (1991)

Dúettinn Kavíar var skammlíft verkefni þeirra Margrétar Örnólfsdóttur píanó- og harmonikkuleikara og Sigtryggs Baldurssonar söngvara. Kavíar kom fram í nokkur skipti haustið 1991 en þar við sat.

Kátar systur (1967-68)

Söngkvartettinn Kátar systur starfaði í Mosfellssveitinni um tveggja ára skeið 1967-68 og sungu einkum á skemmtunum á heimaslóðum. Um var að ræða fjórar stúlkur úr kirkjukór Lágafellssóknar, þær Hrefna Magnúsdóttir, Ólöf Gísladóttir, Úlfhildur Geirsdóttir og Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) en sú síðast talda lék gjarnan á gítar undir söng þeirra.

Afmælisbörn 10. janúar 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sverrir Guðjónsson kontratenór er sextíu og sex ára, hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér heima og á…