Jóhann Konráðsson (1917-82)
Jóhann Konráðsson á Akureyri var einn fremsti söngvari þjóðarinnar um árabil, hans frægðarsól barst víða þrátt fyrir að hann syngi mestmegnis á heimaslóðum, af honum er margt söngfólk komið. Jóhann (Ingólfur) Konráðsson tenórsöngvari, yfirleitt kallaður Jói Konn fæddist á Akureyri 1917. Snemma var ljóst að hugur hans hneigðist til sönglistarinnar og segir sagan að hann hafi…