Afmælisbörn 16. febrúar 2016

Björn Thoroddsen

Björn Thoroddsen

Afmælisbarn Glatkistunnar er eitt að þessu sinni:

Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er fimmtíu og átta ára. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu (1982) og síðan hefur hann gefið út margar slíkar, bæði einn og í samvinnu við aðra. Hann hefur starfrækt eigin sveitir og leikið á plötum annarra, sem dæmi um hljómsveitir sem Björn hefur leikið með má nefna Gamma, DBD, Cobra, Guitar Islancio, Kartöflumýsnar og Tríó Björns Thoroddsen en þá eru einungis fáeinar upp taldar.