Meira efni í gagnagrunn Glatkistunnar

Síðasta mánuðinn hafa bæst við gagnagrunninn hátt í fimmtíu „spjöld“ sem innihalda upplýsingar um hljómsveitir, kóra, einstaklinga og annað tónlistartengt. Meðal þekktustu nafna má nefna hljómsveitir eins og Kikk sem var fyrsta hljómsveitin sem Sigríður Beinteinsdóttir (Sigga Beinteins) og Guðmundur Jónsson (Gummi í Sálinni) létu að sér kveða svo eftir var tekið, Káta pilta úr…

Jazz [fjölmiðill] (1947)

Tímaritið Jazz kom út 1947 á vegum Tages Ammendrup, sem jafnframt var ritstjóri blaðsins. Alls komu út sjö tölublöð af Jazzi og var blaðið einkar fjölbreytilegt að efni, í því var að finna greinar um djasstónlistarfólk íslenskt sem erlent og fréttir úr djassheiminum, auk þess sem blaðið hafði að geyma bréf frá lesendum, plötufréttir, nótur…

Jazzband Reykjavíkur [2] (1990)

Jazzband Reykjavíkur starfaði í nokkra mánuði árið 1990 og innihélt m.a. tvo af efnilegustu dægurlagasöngvurum þess tíma. Þau Móeiður Júníusdóttir (átján ára) og Páll Óskar Hjálmtýsson (tvítugur) höfðu lent í öðru og þriðja sæti Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin hafði verið í fyrsta skiptið vorið 1990. Þau ákváðu í framhaldinu að vinna saman og fengu til…

Jazzmál [fjölmiðill] (1967)

Jazzmál var tímarit um djasstónlist, gefið út vorið 1967 en aðeins eitt tölublað leit dagsins ljós. Blaðið hafði að geyma greinar, viðtöl, gagnrýni og aðra almenna djassumfjöllun, og til stóð að það kæmi ársfjórðungslega út en um fimmtán hundruð eintök þurfti að selja til að útgáfan borgaði sig. Það virðist ekki hafa gengið eftir. Það…

Jazzþingeyingar (1990)

Djasskvartettinn Jazzþingeyingar störfuðu á Húsavík 1990. Það sama sumar lék sveitin á Jazzhátíð Egilsstaða og voru meðlimir hennar Haraldur Jóhannesson baritón saxófónleikari, Sigurður Friðriksson píanóleikari, Leifur Vilhelm Baldursson bassaleikari og Bragi Ingólfsson trommuleikari. Sveitin hafði þá verið stofnuð nokkrum vikum fyrr. Um haustið hafði Birgir Jósefsson tekið við trommunum af Braga. Jazzþingeyingar virðast ekki hafa…

Jazzþing [félagsskapur] (1986-96)

Tónlistarklúbburinn Jazzþing var félag þingeysks áhugafólks um djasstónlist, starfandi á Húsavík. Jazzþing var stofnað snemma á árinu 1986 og varð vettvangur djasskvölda af ýmsu tagi en aukinheldur stóð klúbburinn fyrir hvers kyns djasstengdum uppákomum s.s. tónleikum og námskeiðum í djasstónlistarhlustun en hlutverk kórsins var að kynna og breiða út djasstónlistina í héraðinu. Félagið var nokkuð…