Jazzmál [fjölmiðill] (1967)

Jazzmál auglýsing

Auglýsing í Morgunblaðinu

Jazzmál var tímarit um djasstónlist, gefið út vorið 1967 en aðeins eitt tölublað leit dagsins ljós.

Blaðið hafði að geyma greinar, viðtöl, gagnrýni og aðra almenna djassumfjöllun, og til stóð að það kæmi ársfjórðungslega út en um fimmtán hundruð eintök þurfti að selja til að útgáfan borgaði sig. Það virðist ekki hafa gengið eftir.

Það var nýendurlífgaður Jazzklúbbur Reykjavíkur sem stóð að útgáfu tímaritsins en ritstjóri Jazzmála var Vernharður Linnet.