Járnkarlarnir (1988)

Rokkhljómsveit að nafni Járnkarlarnir starfaði í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1988. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Kristján Edelstein gítarleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Baldvin Sigurðarson bassaleikari og Bjartmar Guðlaugsson söngvari og gítarleikari, allt þrautreyndir kappar á ballsviðinu. Halldór Lárusson gæti einnig hafa verið trommuleikari sveitarinnar um tíma. Bjartmar hafði einmitt jólin á undan…

Járnsíða (1979)

Hljómsveitin Járnsíða var skammlíft sjö manna band skipað ólíkum einstaklingum á ýmsum aldri og með afar mismunandi bakgrunn. Þeir voru Andrés Helgason ásláttar- og trompetleikari, Eiríkur Pálsson trompetleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Gústaf Guðmundsson trommuleikari og Eiríkur Hauksson söngvari. Sveitin kom fram í aðeins eitt skipti, á uppákomu hjá Jazzvakningu…

Djellý systur (1982-86)

Kvennahljómsveitin Djellý systur úr Kópavoginum starfaði á árunum 1982-86, í kjölfar vinsælda Grýlnanna sem þá voru á toppi ferils síns. Djellý systur (einnig ritað Jelly systur) voru stofnaðar í Kvennaskólanum í Reykjavík og komu fyrst fram sem skemmmtiatriði á uppákomu í skólanum vorið 1982. Upphaflegir meðlimir hljómsveitarinnar voru þær Ragna Gunnarsdóttir hljómborðsleikari, Elísabet Sveinsdóttir trommuleikari,…

Jemm & Klanks (1993)

Jemm & Klanks var líkast til hljóðversverkefni fremur en eiginleg hljómsveit en þau sendu frá sér eitt lag á safnplötunni Blávatn sem kom út 1993. Meðlimir Jemm & Klanks á þeirri útgáfu voru Jens Hansson hljómborðsleikari og söngvari (Sálin hans Jóns míns o.fl.), Hanna Steina Hjálmtýsdóttir söngkona (Orgill o.fl.) og Björgvin Gíslason gítarleikari (Náttúra o.fl.).

Afmælisbörn 5. febrúar 2016

Í dag er aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Dalamaðurinn Friðjón Þórðarson fyrrum alþingismaður og ráðherra (fæddur 1923) hefði átt afmæli á þessum degi en hann var einn söngkvartettsins Leikbræðra sem gerðu garðinn frægan hér á árum áður. Leikbræður gáfu út nokkrar plötur, þar af eina stóra með eldri upptökum en hún kom út…