Járnkarlarnir (1988)
Rokkhljómsveit að nafni Járnkarlarnir starfaði í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1988. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Kristján Edelstein gítarleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Baldvin Sigurðarson bassaleikari og Bjartmar Guðlaugsson söngvari og gítarleikari, allt þrautreyndir kappar á ballsviðinu. Halldór Lárusson gæti einnig hafa verið trommuleikari sveitarinnar um tíma. Bjartmar hafði einmitt jólin á undan…