Járnkarlarnir (1988)

engin mynd tiltækRokkhljómsveit að nafni Járnkarlarnir starfaði í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1988.

Meðlimir sveitarinnar voru Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Kristján Edelstein gítarleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Baldvin Sigurðarson bassaleikari og Bjartmar Guðlaugsson söngvari og gítarleikari, allt þrautreyndir kappar á ballsviðinu. Halldór Lárusson gæti einnig hafa verið trommuleikari sveitarinnar um tíma.

Bjartmar hafði einmitt jólin á undan (1987) gert lagið um Járnkarlinn vinsælt ásamt Eiríki Fjalar og því er skírskotunin í nafn hljómsveitarinnar augljós.

Járnkarlarnir störfuðu þó ekki lengi, bandið var prufukeyrt í ársbyrjun og svo var ætlunin að keyra á ballmarkaðinn aftur um sumarið eftir pásu en af því varð aldrei.