The Johnstones family orchestra (1990)

Engar upplýsingar finnast um The Johnstones family orchestra en sveitin átti tvö lög á safnsnældunni Strump sem út kom 1990. Um var að ræða dúett þeirra Magnúsar Hákonar Axelssonar Kvaran og Þorvaldar Gröndal en ekki liggur fyrir hvort hann var starfandi eða kom eingöngu við sögu á þessari snældu.

Johnny Triumph – Efni á plötum

Johnny Triumph & Sykurmolarnir – Luftgítar Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: Sm-007 Ár: 1987 1. Luftgítar 2. Stálnótt Flytjendur: Sigurjón Birgir Sigurjónsson – söngur Björk Guðmundsdóttir – raddir Sykurmolarnir: [engar upplýsingar um flytjendur]                   Sykurmolarnir & Sjón – Luftgítar [12”] Útgefandi: One little indian Útgáfunúmer: 12tp10a Ár: 1988 1.…

Johnny Triumph (1985-)

Johnny Triumph er aukasjálf Sjóns en það er oftar en ekki tengt laginu Luftgítar sem hann flutti ásamt hljómsveitinni Sykurmolunum á sínum tíma. Rithöfundurinn Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson) kom upphaflega opinberlega með persónuna Johnny Triumph sumarið 1985 en það var þó ekki fyrr en ári síðar sem hljómsveitin Sykurmolarnir var stofnuð. Haustið 1987 kom síðan…

Johnny on the North pole (1996-2001)

Margir muna eftir sveitaballahljómsveitinni Johnny on the North pole en hún fór víða um land og spilaði fyrir og um síðustu aldamót. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík vorið 1996 og starfaði með einhverjum hléum, þó aldrei löngum. Meðlimir hennar í upphafi voru Benjamín „Fíkus“ Ólafsson bassaleikari, Kristinn Sturluson gítarleikari, Runólfur Einarsson trommuleikari og Þorsteinn G.…

Jonni í Hamborg (1924-46)

Jonni í Hamborg (Jóhannes Gísli Vilhelm Þorsteinsson Guðmundsson) er ekki nafn sem margir tengja við íslenska tónlist en hann var á vissan hátt brautryðjandi í tónlistarlífi Íslendinga þegar hann hafði frumkvæði að því að standa fyrir fyrstu djasstónleikunum sem haldnir voru hér landi. Jonni fæddist á Siglufirði 1924 en fluttist fljótlega til Akureyrar til fósturforeldra…

Afmælisbörn 19. febrúar 2016

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Hanna Steina (Jóhanna Steinunn) Hjálmtýsdóttir söngkona er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Eins og flestir vita er hún dóttir Hjálmtýs Hjálmtýssonar söngvara og þ.a.l. systir Páls Óskars og Diddúar en hún hefur sungið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal eru…