Johnny on the North pole (1996-2001)

Johnny on the north pole

Johnny on the North pole 1997

Margir muna eftir sveitaballahljómsveitinni Johnny on the North pole en hún fór víða um land og spilaði fyrir og um síðustu aldamót.

Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík vorið 1996 og starfaði með einhverjum hléum, þó aldrei löngum. Meðlimir hennar í upphafi voru Benjamín „Fíkus“ Ólafsson bassaleikari, Kristinn Sturluson gítarleikari, Runólfur Einarsson trommuleikari og Þorsteinn G. Bjarnason söngvari.

Johnny on the North pole lék einkum á sveitaböllum en auk þess spiluðu þeir tvívegis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og á hinni alræmdu Eldborgar-hátíð 2001. Einnig á böllum á höfuðborgarsvæðinu.

Í lok árs 1997 eða snemma 1998 hafði Hlynur Rúnarsson tekið við trommusettinu og um tveimur árum síðar höfðu aftur orðið trommaraskipti þegar Vestmannaeyingurinn Gísli Elíasson settist bak við settið. Nýr bassaleikari, Færeyingurinn Jörgen Jörgensen, tók svo við bassahlutverkinu 2001 en sveitin hætti störfum um haustið.

Þrír meðlimir sveitarinnar, Kristinn, Þorsteinn og Jörgen birtust í kjölfarið í hljómsveitinni Smack en sú sveit gaf út plötu ári síðar.