Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] (1954-)

Frá því um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hefur verið starfrækt landssamband lúðrasveita hér á landi enda er lúðrasveitarformið elsta hljómsveitarformið í íslenskri tónlistarsögu en fyrsta hljómsveit þeirrar tegundar var sett á laggirnar vorið 1876 þegar Helgi Helgason stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Undirbúningur hafði staðið frá árinu 1946 að stofnun þessara samtaka sem þá yrði samstarfsvettvangur…

Johnny on the North pole (1996-2001)

Margir muna eftir sveitaballahljómsveitinni Johnny on the North pole en hún fór víða um land og spilaði fyrir og um síðustu aldamót. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík vorið 1996 og starfaði með einhverjum hléum, þó aldrei löngum. Meðlimir hennar í upphafi voru Benjamín „Fíkus“ Ólafsson bassaleikari, Kristinn Sturluson gítarleikari, Runólfur Einarsson trommuleikari og Þorsteinn G.…