Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] (1954-)
Frá því um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hefur verið starfrækt landssamband lúðrasveita hér á landi enda er lúðrasveitarformið elsta hljómsveitarformið í íslenskri tónlistarsögu en fyrsta hljómsveit þeirrar tegundar var sett á laggirnar vorið 1876 þegar Helgi Helgason stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Undirbúningur hafði staðið frá árinu 1946 að stofnun þessara samtaka sem þá yrði samstarfsvettvangur…