Glatkistan í febrúar

Johnny Triumph

Johnny Triumph

Nokkuð hefur bæst inn af efni í gagnagrunn Glatkistunnar í febrúar auk annars efnis en um þrjátíu hljómsveitir, tónlistarmenn og annað tónlistartengt efni kom inn í J-ið í mánuðinum.

Meðal annarra má þar nefna misþekktar hljómsveitir eins og Johnny on the north pole, Jolli & Kóla, Jetz, Jelly systur og Jonee Jonee en einnig einstaklinga eins og Johnny Triumph, harmonikkuleikarann Jóhann á Ormarslóni, Jóa Konn á Akureyri, Jósef Felzmann og Jóhann G. Jóhannsson en sá síðast taldi hlýtur að teljast meðal stærstu nafna í íslensku tónlistarlífi.

Á næstunni verður áfram bætt í J-liðinn og meðal flytjenda sem bætast í gagnagrunninn í mars verða sigurvegarar Músíktilrauna Tónabæjar 1988, Jójó, Jói á hakanum, Júdas og Jóhann R. Kristjánsson sem hefur orðið þekktastur fyrir að gefa út sólóplötuna Er eitthvað að?