Jón Gústafsson – Efni á plötum

Jón Gústafsson – Frjáls Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 044 Ár: 1983 1. Við 2. Bio 3. Dóp 4. Dúkkulísa 5. Sæla 6. Sumarið ’83 7. Gigalo 8. Orð Flytjendur: Jón Gústafsson – söngur, saxófónn, hljómborð og vocoder Bryndís Jónsdóttir – söngur og hljómborð Þóra Björg Dagfinnsdóttir – söngur Halldór Halldórsson – bassi Guðmundur Kristmundsson –…

Jón Gústafsson (1963-)

Margir muna eftir fjölmiðlamanninum Jóni Gústafssyni en hann átti einnig tónlistarferil. Jón fæddist 1963 og ólst upp á Seltjarnarnesinu, hann hafði verið með nokkrum félögum sínum í hljómsveit frá fjórtán ára aldri og um áramótin 1981-82 tók sveitin upp latneska heitið Sonus futurae. Sonus futurae spilaði eins konar tölvupopp með fremur frumstæða hljóðgervla þess tíma…

Jón Friðfinnsson (1865-1936)

Jón Friðfinnsson alþýðutónskáld bjó mest alla ævina í Kanada og kann það að valda því að nafn hann er minna þekkt hér á landi en ella. Jón fæddist 1865 í Breiðdal í Suður-Múlasýslu en var ellefu ára þegar fjölskylda hans fluttist vestur um haf til Kanada í leit að betra lífi eins og svo margir…

Jómfrú Ragnheiður [2] (1975)

Hljómsveitin Jómfrú Ragnheiður var sett saman fyrir fjörutíu ára afmælishátíð Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss sem haldin var í janúar 1975. Sveitin lék í fáein skipti í kringum afmælið en engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða tilurð að öðru leyti.

Jómfrú Ragnheiður [1] (1972)

Hljómsveit með þessu nafni var starfandi á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1972 en nafn hennar er skírskotun í leikrit Guðmundar Kamban um Ragnheiði biskupsdóttur. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Jón Halldórsson (1889-1984)

Jón Halldórsson er einn þekktasti kórstjórnandi íslenskrar karlakórasögu. Jón fæddist haustið 1889 í Reykjavík, hann var af miklum tónlistarættum og var t.d. Pétur Guðjohnsen (fyrsti kórstjórnandinn á Íslandi og organisti Dómkirkjunnar) afi hans. Ekki liggur fyrir hvort söngáhugi Jóns kom snemma en hitt er vitað að hann farinn að syngja í söngkvartettnum Fóstbræðrum sem starfaði…

Afmælisbörn 11. mars 2016

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona og ein þekktasta söngkona íslenskrar tónlistarsögu er áttatíu og níu ára gömul í dag. Þuríður er dóttir Páls Ísólfssonar, lærði söng hér heima og síðan á Ítalíu og þar reis hennar söngferill einna hæst þótt hún hefði alltaf sungið hér heima…