Jójó [2] (1988-93)

Hljómsveitin Jójó frá Skagaströnd er ein þeirra sveita sem hefur sigrað Músíktilraunir Tónabæjar en ekki nýtt sér sigurinn sem stökkpall til frekari afreka. Sveitin gaf út nokkur lög á safnplötum en sendi aldrei frá sér plötu. Sveitin hafði árið 1987 keppt undir nafninu Rocky og komist í úrslit Músíktilraunanna en þá voru í sveitinni Ingimar…

Jójó [1] (1985-86)

Litlar upplýsingar er að finna um rangæsku hljómsveitina Jójó sem var líklega starfandi um miðjan níunda áratug liðinnar aldar, hugsanlega í nokkur ár. Meðlimir þessarar sveitar, sem einkum lagði áherslu á árshátíðir og þorrablót, voru Tryggvi Sveinbjörnsson, Jón Ólafsson, Hjörtur Heiðdal, Jón Þorsteinsson og Hafsteinn Eyvindsson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan Jójó var en allar…

Jói á hakanum (1979-94)

Spunasveitin Jói á hakanum var ekki meðal þekktustu hljómsveitanna sem störfuðu á tímum pönks og nýbylgju en hún varð hins vegar með þeim langlífustu þótt ekki starfaði hún alveg samfleytt. Og reyndast hefur sveitin verið að gefa út eldri upptökur á síðustu árum, bæði á efnislegu og stafrænu formi svo segja jafnvel mætti að hún…

Jóhannes G. Jóhannesson [2] (1925-2003)

Jóhannes Garðar Jóhannsson yngri var líkt og faðir sinn og nafni (Jóhannes G. Jóhannesson [1]) harmonikkuleikari og lék í fjölmörgum hljómsveitum á árum áður, reyndar mun hann megnið af ævi sinni hafa leikið í hljómsveitum. Jóhannes Garðar Jóhannesson (f. 1928) sem gekk yfirleitt undir nafninu Garðar, starfaði sem verkamaður mest alla tíð. Hann mun hafa…

Jóhannes G. Jóhannesson [1] (1901-88)

Jóhannes G. Jóhannesson (hinn eldri) var lagahöfundur, harmonikkuleikari og hljóðfæraviðgerðarmaður en meðal verka hans var harmonikkusmíði. Jóhannes Gunnar Jóhannesson fæddist 1901 á Tjörnesi í Suður-Þingeyjasýslu en fluttist ungur ásamt fjölskyldu sinni til Patreksfjarðar þar sem hann bjó fram á fullorðinsár. Á Patreksfjarðarárum sínum eignaðist Jóhannes sína fyrstu harmonikku en hann var þá einungis sex ára…

Jóhannes G. Jóhannesson [1] – Efni á plötum

P.O. Bernburg & orkester og Jóhannes G. Jóhannesson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1083/4 Ár: 1933 1. Nú blikar við sólarlag 2. Svífur að haustið 3. Marz (Pietro‘s return) Flytjendur: Jóhannes G. Jóhannesson – harmonikka P.O. Bernburg & orkester: – Poul Otto Bernburg (eldri) – fiðla – [?] Tellefsen – harmonikka – Poul Bernburg…

Afmælisbörn 8. mars 2016

Tveir tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru í gagnabanka Glatkistunnar Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og eins árs gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en…