Jóhannes G. Jóhannesson [2] (1925-2003)

Jóhannes G. Jóhannesson[2]

Jóhannes Garðar Jóhannesson

Jóhannes Garðar Jóhannsson yngri var líkt og faðir sinn og nafni (Jóhannes G. Jóhannesson [1]) harmonikkuleikari og lék í fjölmörgum hljómsveitum á árum áður, reyndar mun hann megnið af ævi sinni hafa leikið í hljómsveitum.

Jóhannes Garðar Jóhannesson (f. 1928) sem gekk yfirleitt undir nafninu Garðar, starfaði sem verkamaður mest alla tíð. Hann mun hafa verið þrettán ára þegar hann lék á sínum fyrsta dansleik en þá leysti hann Eirík Bjarnason á Bóli af, sá var einn af kunnustu harmonikkuleikurum landsins.

Í framhaldinu lék hann reglulega á böllum en starfaði síðan með fjöldanum öllum af hljómsveitum eins og t.d. fyrstu útgáfu Hljómsveitar Svavars Gests og Hljómsveit Jónatans Ólafssonar en þar voru þeir samtíða um tíma, Garðar og Jóhannes faðir hans.

Garðar rak ennfremur eigin sveitir lengi vel með hléum, undir nafninu Hljómsveit Garðars Jóhannessonar, allt frá tvítugu og fram til 1996 þannig að danshljómsveitaferill hans spannaði liðlega hálfa öld. Auk þess lék hann á harmonikkuna eins síns liðs langt fram eftir aldri.

Jóhannes Garðar lést vorið 2003, sjötíu og átta ára gamall.