Afmælisbörn 8. júlí 2016

Jóhannes G. Jóhannesson[2]

Garðar Jóhannesson

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Söngkonan og lagahöfundurinn Védís Hervör Árnadóttir er þrjátíu og fjögurra ára gömul. Védís vakti fyrst athygli fyrir söng sinn á Nemendamótum Verzló en hún hefur einnig gefið út tvær sólóplötur, 2001 og 07. Hún hefur einnig komið fram sem gestur á ýmsum útgefnum plötum og var ein Frostrósa sem fóru mikinn á jólatónleikamarkaðnum fyrir nokkru. Védís hefur látið sig félagsamál tónlistarkvenna varða en hún er formaður KÍTÓN.

(Jóhannes) Garðar Jóhannsson harmonikkuleikari átti einnig afmæli á þessum degi en hann lést árið 2003. Garðar sem fæddist 1925, ólst upp við harmonikkuleik og lék sjálfur á sínu fyrsta balli aðeins þrettán ára gamall, hann lék síðan með fjölda hljómsveita s.s. fyrstu útgáfu Hljómsveitar Svavars Gests, auk þess að starfrækja einnig eigin hljómsveitir. Hljómsveitaferill Garðars spannaði yfir hálfa öld.