Mannekla – Efni á plötum

Mannekla – Ó þú (ég elska þig) [ep] Útgefandi: [enginn útgefandi] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 1. Ó þú (ég elska þig) Flytjendur: Þorsteinn Ingi Þorsteinsson – söngur Helgi Torshamar – gítar Arnar V. Sigurjónsson – bassi Védís Guðmundsdóttir – þverflauta Heiðar Kristinsson – kóngatrommur

Pondus [1] (1984)

Pondus mun hafa verið eins konar danshljómsveit, að minnsta kosti voru í henni fólk sem lék víða í slíkum hljómsveitum á árum áður. Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Sigurður Dagbjartsson söngvari og gítarleikari [?], Már Elíson trommuleikari og hjónin Björn Þórarinsson hljómborðsleikari [?] og Sigríður Birna Guðjónsdóttir söngkona. Engar heimildir finnast um líftíma hljómsveitarinnar…

Polkakvartettinn (1968-72)

Polkakvartettinn spilaði á samkomum í Lindarbæ við Lindargötu um árabil en þá staður var einkum kenndur við gömlu dansana. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu Polkakvartettinn eða jafnvel hvort um fleiri en eina sveit var að ræða en kvartettinn starfaði á árunum 1968-72. Björn Þorgeirsson söng stundum með kvartettnum. Allar frekari upplýsingar um Polkakvartettinn má senda…

Poison for ears (um 1975)

Poison for ears var unglingahljómsveit starfandi í Reykjavík um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Nánast engar upplýsingar er að finna um þessa merkilegu sveit aðrar en að Guðni Franzson (síðar klarinettuleikari) lék á gítar í henni. Allar nánari upplýsingar um Poison for ears eru vel þegnar fyrir gagnagrunn Glatkistunnar.

Pnin (1977)

Hljómsveitin Pnin mun líkast til hafa verið skammlíf hljómsveit sem kom fram á djasskvöldi Jazzvakningar sem haldið var í Glæsibæ haustið 1977. Meðlimir Pnin voru Arnþór Jónsson píanó- og sellóleikari, Freyr Sigurjónsson flautuleikari, Steingrímur Guðmundsson slagverksleikari, Hans Jóhannsson gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Björn Leifsson saxófónleikari, en þeir léku frumsamið efni á djasskvöldinu. Engar heimildir…

Plús og mínus (1991)

Plús og mínus var ekki eiginleg hljómsveit heldur verkefni sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir á vormánuðum 1991 í samráði við Guðmund Jónsson og Stefán Hilmarsson laga- og textahöfunda Sálarinnar hans Jóns míns sem þá naut mikilla vinsælda. Verkefnið sneri að því að vekja athygli á skólamálum og voru tvímenningarnir fengnir til að semja og flytja lag…

Afmælisbörn 16. júlí 2016

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er 63 ára. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís, Pelican og Eik. Í…