Plús og mínus (1991)

Plús og mínus verkefnið

Hópurinn sem stóð að Plús og mínus verkefninu ásamt menntamálaráðherra

Plús og mínus var ekki eiginleg hljómsveit heldur verkefni sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir á vormánuðum 1991 í samráði við Guðmund Jónsson og Stefán Hilmarsson laga- og textahöfunda Sálarinnar hans Jóns míns sem þá naut mikilla vinsælda.

Verkefnið sneri að því að vekja athygli á skólamálum og voru tvímenningarnir fengnir til að semja og flytja lag sem hlaut nafnið Skólalagið en það kom síðan út á safnplötunni Bandalög 3. Einnig var gert myndband við lagið með nemendum úr Álftamýrarskóla.

Skólalagið naut nokkurra vinsælda en það var flutt af Guðmundi og Stefáni, auk félaga þeirra úr Sálinni og aukafólki.