Afmælisbörn 10. maí 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum fagnar stórafmæli en hann er níræður í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er…

Sýróp [1] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum  um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Sýróp en heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar. Svo virðist sem Guðmundur Jónsson gítarleikari (Sálin hans Jóns míns o.m.fl.) hafi verið einn meðlima Sýróps en aðrar upplýsingar er ekki að finna um sveitina, hvorki hvenær hún starfaði, hversu lengi eða hverjir aðrir skipuðu…

Afmælisbörn 11. október 2022

Afmælisbörnin á þessum degi eru sex talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og fjögurra ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. maí 2022

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og níu ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Sálin hans Jóns míns (1988-2018)

Sálin hans Jóns míns er eitt stærsta nafn íslenskrar tónlistar, og líklega það allra stærsta þegar talað er um hljómsveitir. Sveitin afrekaði á sínum 30 ára ferli ótrúlega hluti, hún var upphaflega stofnuð upp úr soultónlistar-verkefni og var aldrei ætlaður lengri líftími en eitt sumar á sveitaböllum en næstu árin varð hún hins vegar ein…

Afmælisbörn 11. október 2021

Afmælisbörnin á þessum degi eru sex talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og þriggja ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. maí 2021

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og átta ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Afmælisbörn 11. október 2020

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og tveggja ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

GG blús í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Fimmtudagskvöldið 27. ágúst verður GG blús dúettinn með tónleika á Cadillac klúbbnum og verður þeim streymt lifandi í gegnum Facebook-síðu klúbbsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. GG blús er blúsaður rokkdúett af Álftanesi, skipaður reynsluboltum úr bransanum – Guðmundi Jónssyni sem leikur á gítar og Guðmundi Gunnlaugssyni trommuleikara, báðir syngja þer með svo með sínu nefi.…

Guðmundur Jónsson [1] (1920-2007)

Stórsöngvarinn Guðmundur Jónsson er íslensku þjóðinni minnisstæður af ýmsum ástæðum, auðvitað fyrst og fremst fyrir söng sinn en hann er einn ástsælasti óperusöngvari þjóðarinnar fyrr og síðar, sem sendi frá sér fjölda platna og söng á hundruðum tónleika og óperum hér heima í stað þess að freista gæfunnar úti í hinum harða söngheimi, þá var…

Afmælisbörn 10. maí 2020

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og sjö ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Geimfararnir (1998-2018)

Ballsveitin Geimfararnir starfaði í tvo áratugi frá tímabilinu 1998 til 2018 en þá hætti hún formlega. Sveitin sem var starfrækt í Grindavík kom fyrst fram haustið 1998, hún spilaði mikið á dansleikjum á heimaslóðum í Grindavík en birtist einnig stöku sinnum á höfuðborgarsvæðinu, s.s. á Gauki á Stöng og víðar. Meðlimir hennar voru Almar Þór…

Afmælisbörn 11. október 2019

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og eins árs í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Þessi þungu högg

GG blús – Punch GCD 006, 2019 Blúsrokkdúettinn GG blús kom opinberlega fram á sjónarsviðið í byrjun þessa árs en hefur þó starfað frá árinu 2017 og þróað tónlist sína í bílskúr á Álftanesinu. Dúettinn er skipaður gamalreyndum póstum og nöfnum úr íslenskri popp- og rokktónlist, þeim Guðmundum Jónssyni margþekktum gítarleikara og lagahöfundi úr sveitum…

GG blús sendir frá sér plötu

Dúettinn GG blús er um þessar mundir að senda frá sér sína fyrstu plötu en hún ber heitið Punch. GG blús er ekki skipuð neinum nýgræðingum á tónlistarsviðinu því þeir hafa margar fjöruna sopið eins og segir í fréttatilkynningu frá þeim. Þetta eru nafnarnir Guðmundur Jónsson gítarleikari, oftast kenndur við Sálina hans Jóns míns en…

Afmælisbörn 10. maí 2019

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og sex ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Bong (1992-97)

Dúettinn Bong varð til í danstónlistarbylgju sem gekk yfir landið á tíunda áratugnum, átti lög á fjölda safnplatna hér heima og erlendis, reyndi fyrir sér á alþjóðavettvangi en varð lítt ágengt. Þau Móeiður Júníusdóttir (Móa) og Eyþór Arnalds sem voru par á þessum tíma hófu að gera tilraunir með að semja og búa til danstónlist…

Blúsbræður [2] (1987-88)

Blúsbræður var hljómsveit sem sett var saman að frumkvæði Þorsteins J. Vilhjálmssonar útvarpsmanns sem kallaði saman nokkra unga tónlistarmenn til að leika tónlistina úr kvikmyndinni Blues brothers á skemmtistaðnum Evrópu við Borgartún haustið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Ólafsson hljómborðsleikari sem var titlaður hljómsveitarstjóri, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari, Hörður…

Afmælisbörn 11. október 2018

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níræður í dag og á stórafmæli dagsins. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit…

Beathoven (1988)

Dúettinn Beathoven var framlag okkar Íslendinga í Eurovion söngvakeppninni vorið 1988 sem haldin var í Dublin á Írlandi. Söngvarinn Stefán Hilmarsson hafði sungið lag og texta Sverris Stormskers, Þú og þeir, til sigurs í undankeppni Eurovision hér heima og þegar ljóst var að þeir félagar færu sem fulltrúar Íslands í lokakeppnina tóku þeir upp nafnið…

Afmælisbörn 10. maí 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og fimm ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Tríó Þorvaldar (1957 / 1981-2001)

Tríó Þorvaldar var starfandi í áratugi en það spilaði mestmegnis danstónlist og gömlu dansana. Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari frá Torfastöðum á Fljótsdalshéraði var fyrst með tríó í eigin nafnið sumarið 1957 en þá voru ásamt honum í sveitinni þeir Páll Sigfússon trommuleikari og Önundur Magnússon klarinettuleikari. Þeir félagar léku þá á böllum í sveitinni og þótt…

Tíbet tabú (1987-88)

Hljómsveitin Tíbet tabú starfaði veturinn 1987-88 en hún innihélt tónlistarmenn sem síðar áttu eftir að vekja mun meiri athygli í íslensku tónlistarlífi. Tveir meðlima hennar, gítarleikarinn Guðmundur Jónsson og trommuleikarinn Magnús Stefánsson, höfðu reyndar gert garðinn frægan með hljómsveitunum Kikk og Utangarðsmönnum en Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Jóhannes Eiðsson söngvari höfðu ekki unnið nein stórafrek…

Afmælisbörn 11. október 2017

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er áttatíu og níu ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. maí 2017

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og fjögurra ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Undir tunglinu (1991-94)

Undir tunglinu var danshljómsveit, starfandi í Grindavík í nokkur ár en sveitin gerði nokkuð út á ballmarkaðinn og kom frá sér einu útgefnu lagi. Undir tunglinu var stofnuð á fyrri hluta ársins 1991, ekki liggur fyrir hverjir stofnfélagar sveitarinnar voru en 1992 voru meðlimir hennar Almar Þór Sveinsson bassaleikari, Guðmundur Jónsson trommuleikari, Helgi Fr. Georgsson…

Afmælisbörn 11. október 2016

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er áttatíu og átta ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Plús og mínus (1991)

Plús og mínus var ekki eiginleg hljómsveit heldur verkefni sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir á vormánuðum 1991 í samráði við Guðmund Jónsson og Stefán Hilmarsson laga- og textahöfunda Sálarinnar hans Jóns míns sem þá naut mikilla vinsælda. Verkefnið sneri að því að vekja athygli á skólamálum og voru tvímenningarnir fengnir til að semja og flytja lag…

Rokk og ról

Nykur – Nykur II Gustuk GCD 005, 2016 Hljómsveitin Nykur gaf nýverið út sína aðra plötu en sveitin er skipuð ólíkum reynsluboltum úr hinum fjölbreytilegustu skúmaskotum rokksins, þarna eru fremstir í flokki lagahöfundarnir Guðmundur Sálverji Jónsson gítarleikari og Davíð Þór Hlinason söngvari og gítarleikari en sá hefur löngum verið kenndur við sveitir eins og Dos…

Nykur II komin út

Hljómsveitin Nykur sendi nýverið frá sér sína aðra breiðskífu, Nykur II. Platan hefur að geyma hreinræktað og sígilt rokk, fumsamið með grimmum gítarrifum ofin saman við ágengar laglínur með bitastæðum íslenskum textum. Sveitina skipa reynsluboltar úr bransanum, söngvarinn Davíð Þór Hlinason (Dos Pilas, Buttercup o.fl.) sem einnig leikur á gítar, Guðmundur Jónsson gítarleikari (Sálin hans…

Afmælisbörn 10. maí 2016

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og þriggja ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Kikk (1982-86)

Kikk var merkileg hljómsveit í þeim skilningi að í henni komu Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og Guðmundur Jónsson gítarleikari og lagasmiður sér fyrst sæmilega á poppkortið en þau áttu bæði eftir að verða meðal þeirra fremstu í íslensku tónlistarlífi. Sveitarinnar verður þó helst minnst fyrir sex laga plötu og tíð mannaskipti. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1982…

Afmælisbörn 11. október 2015

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er áttatíu og sjö ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Gæðaefni á ferð

Vestanáttin – Vestanáttin Gustuk GCD 004, 2015 Hljómsveitin Vestanáttin sendi nú í sumar frá sér plötu samnefnda sveitinni en hún er það fyrsta sem heyrist frá þessu ársgamla bandi. Það er kannski rétt að byrja á að taka fram að þrátt fyrir að fyrirfram væri ljóst að sveitin léki sveitatónlist tengdi ég tvírætt nafn hennar…

Vestanáttin sendir frá sér plötu

Hljómsveitin Vestanáttin hefur sent frá sér plötu samnefnda sveitinni en hún er skipuð þungavigtarfólki úr íslensku tónlistarlífi. Vestanáttin var stofnuð fyrir rúmu ári síðan af Guðmundi Jónssyni, lagasmiði, gítarleikara og söngvara (Sálin hans Jóns míns, Nykur o.fl.) með þeim formerkjum að leika hans eigin lög með sveitatónlistarblæ. Hann hóaði að sér til fulltingis öndvegisliði og…

Afmælisbörn 10. maí 2015

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og tveggja ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur árið…

Janus (1980-83 / 2004-)

Hljómsveitin Janus starfaði á Skagaströnd fyrir margt löngu og hafði að geyma gítarleikarann Guðmund Jónsson (Sálin hans Jóns míns o.fl.) en hann var þá um tvítugt. Sveitin sem var að öllum líkindum stofnuð 1980 og starfaði í að minnsta kosti þrjú ár var endurvakin 2004 og hefur komið saman reglulega síðan þá, m.a. lék Janus…

Dos pilas – Efni á plötum

Dos pilas – Dos pilas Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: 13153942 Ár: 1994 1. Devil went down to… 2. Better times 3. Trust 4. Out of crack 5. Land of dreams 6. Hear me calling 7. My reflection Flytjendur Jón Símonarson – söngur Davíð Þór Hlinason – gítar og raddir Sigurður Gíslason – gítar Ingimundur Ellert Þorkelsson – bassi…

Einsöngvarakvartettinn (1969-78)

Einsöngvarakvartettinn var eins og margt annað, hugmynd Svavars Gests skemmtikrafts og hljómplötuútgefanda (SG-hljómplötur) en hann hafði frumkvæði að stofnun kvartettsins vorið 1969 fyrir gerð sjónvarpsþáttar sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu. Í upphafi var kvartettinn skipaður þeim Magnúsi Jónssyni, Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og Guðmundi Guðjónssyni sem allir voru kunnir einsöngvarar. Eftir sýningu þáttarins spurðist ekkert…

Íslensku tónlistarverðlaunin [tónlistarviðburður] (1993-)

Íslensku tónlistarverðlaunin hafa verið veitt síðan 1993, verðlaunin eru þó ekki fyrst sinnar tegundar á Íslandi – Stjörnumessa var haldin í fáein skipti á áttunda áratug liðinnar aldar og eins hafa ýmsir fjölmiðlar gert tilraunir til slíkra verðlaunahátíða, þær hafa þó aldrei orðið langlífar. Menningarverðlaun ýmis konar eru þó undantekningar en þar er tónlist yfirleitt…

Lótus [2] (1982 – um 1990)

Lótus frá Selfossi var ein kunnasta sveitaballasveit Suðurlands um árabil. Sveitin var stofnuð sumarið 1982 upp úr hljómsveitinni Stress og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Gunnar Árnason gítarleikari (síðar hljóðmaður), Kjartan Björnsson söngvari, Hróbjartur Örn Eyjólfsson bassaleikari, Bragi Vilhjálmsson gítarleikari, Heimir Hólmgeirsson trommuleikari og Hilmar Hólmgeirsson hljómborðsleikari. Helgi E. Kristjánsson leysti síðan Hróbjart af…

Skólahljómsveitir Menntaskólans á Akureyri (1939-)

Við Menntaskólann á Akureyri var lengi hefð fyrir skólahljómsveitum, fyrstu áratugina var um að ræða sérstakar hljómsveitir í nafni skólans en á sjöunda áratugnum voru þær nefndar ýmsum nöfnum þótt þær væru í grunninum skólahljómsveitir. Þessar sveitir léku á dansleikjum og öðrum uppákomum innan veggja menntaskólans en fóru stöku sinnum út fyrir hann til dansleikjahalds.…

N1+ (1994)

N1+ (Enn einn plús) var hljómsveit sem herjaði á sveitaballamarkaðinn 1994. Meðlimir þessarar sveitar voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari. N1+ átti tvö lög á safnplötunni Já takk, sem kom út á vegum Japis sumarið 1994, og naut sveitin töluverðra vinsælda.

Pelican (1973-77 / 1993 / 2001)

Hljómsveitin Pelican auðgaði íslenskt tónlistarlíf um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar en hún var stofnuð sumarið 1973 af Pétri Wigelund Kristjánssyni söngvara og Gunnari Hermannssyni bassaleikara sem höfðu verið saman í hljómsveitinni Svanfríði, einnig voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Ómar Óskarsson gítarleikara meðal stofnenda en þeir höfðu verið í sveit sem hét…